Sykurlaust

Holl súkkulaðikaka

January 25, 2023
holl súkkulaðikaka

Samstarf // Nói Siríus

Það er ákveðin synd að þessi hafi ekki ratað inn á síðuna fyrr en fyrst núna. Fyrir mörgum árum þá skellti ég nokkrum hráefnum saman í blandarann og prófaði að baka úr varð þessi frábæra kaka. Toppaði hana með bönunum og krönsi og síðan þá hef ég gert hana af og til.

Hún er fullkomin janúar kaka, þar sem margir eru að sneiða hjá sykrinum eftir jólin, hentar ótrúlega vel sem fyrsta afmæliskaka eða í afmælin þegar maður vill bjóða upp á köku en ekki uppfulla af sykri. Hún hefur slegið í gegn hjá öllum aldri á mínu heimili.

Svo er krönsið svo gott ofan á að ég prófaði að gera það eitt og sér og vá hvað ég mæli með því í möffins form eða á plötu og skorið í bita. Fullkomið á svona eftirréttaplatta sem eru vinsælir núna, paraðir saman með t.d. jarðaberjum, melónum og döðlum. Þá er gott að tvöfalda uppskriftina.

holl súkkulaðikaka - döðlur og smjör
döðlur og smjör

Mér finnst gaman að baka kökuna í 15 cm formi þá er hún aðeins þykkari og veglegri, ef hún er bökuð í smelluformi er gott að setja bananana og Kelloggs Cornflakes blönduna á meðan það er í forminu.


Súkkulaðikakan

10 döðlur
1 banani
3 egg
4 msk kókosolía
1/2 dl kaffi
40 g kakó
65 g möndlumjöl
1 1/2 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar

Stillið ofn á 175°c. Steinhreinsið döðlurnar og setjið í blandara ásamt banana, eggjum, kókosolíu og kaffi, ef þið viljið sleppa kaffinu er gott að skipta því út fyrir mjólk/jurtamjólk, blandið vel saman. Hellið yfir í skál og blandið þurrefnunum og vanilludropum saman við.

Smyrjið 20 cm form með Pam spreyi og hellið deiginu í formið, bakið í 25-30 mín. Leyfið að kólna.

Ofan á

1 banani
2 msk kókosolía
100 g Rjómasúkkulaði án viðbætts sykurs frá Nóa Síríus
2 dl Kelloggs Cornflakes

Byrjið á því að setja kökuna á disk. Skerið þá bananann í sneiðar og dreifið yfir kökuna.

Blandið kókosolíu og súkkulaði saman í skál, bræðið í örbylgjuofni og hrærið vel saman. Hellið þá kornflexi saman við og hrærir aftur vel. Dreifið yfir kökuna. Gott er að bera kökuna fram strax eða geyma hana í kæli þangað til að hún er borin fram.

Njótið!

– Ertu að fylgjast með á Instagram Döðlur & smjör ? –

You Might Also Like