– Samstarf // Gott í matinn –
Þegar ég sá þetta trend á Instagram að frysta rjómann og stinga út með formi, var ég ekki alveg seld strax, ég var að prófa. En viti menn þetta svínvirkar og er reyndar bara mjög sniðug leið til að kæla niður kakó fyrir litlu kisurnar og börnin. Svo er hægt að stinga allan rjómann út og geyma í boxi og eiga þegar kakóstundirnar koma til, mæli með að setja í box og bökunarpappír á milli hæða.
Kókómjólkin klassíska kemur skemmtilega á óvart sem dásamlegt heitt kakó. Frábær leið til að útbúa heitt kakó með engri fyrirhöfn en á köldum mánuðum kemur oft löngun í heitan drykk og þá er frábært að geta skellt fyrirhafnarlaust í einn slíkan.
En ég er mjög gagnrýnin á heitt kakó og ég var mjög hissa hvað kókómjólkin kom vel út ég hefði aldrei trúað hvað þetta er gott. Svona í ljósi þess að ég hef ekki tekið eftir að fólk geri þetta öll þau ár sem Kókómjólkin hefur verið seld. Svo ég verð bara að mæla með að þið prófið þetta.
Heitt kakó
1 l. kókómjólk
250 ml rjómi
Þeytið rjómann og finnið til bökunarpappír og gott að nota ofnplötu eða bakka sem passar í frystinn hjá ykkur. Leggið bökunarpappírinn yfir bakkann og dreifið rjómanum yfir, gott er að hann sé um 1-2 cm að þykkt. Frystið í 2 tíma.
Hitið kókómjólkina í potti eða örbylgjuofni, gott að slökkva undir rétt áður en hún fer að sjóða.
Takið smákökuform og stingið út í rjómann meðan hann er frosinn og setjið út í heitt kakó.
Njótið!
– Ertu að fylgjast með á Instagram Döðlur & smjör ? –