Kvöldmatur

Gnocchi með blómkál og sveppum

May 2, 2024
Gnocchi

Samstarf // Gerum daginn girnilegan

Ítalskur ömmur jesúsa sig eflaust yfir þessum rétt.

En mín upplifun á gnocchi er að mér finnst þetta frábær matur en þegar hann er borinn fram eins og þau gera á Ítalíu, bara eintóman í smá sósu með parmesan yfir finnst mér það gott svona fyrstu bitarnir en svo verður það ótrúlega einsleitt. Því finnst mér tilvalið að nota hráefnið og gera dýrindis meðlæti úr því með blómkáli og sveppum svo hægt sé að bera fram með mat, kjöti, kjúkling eða jafnvel fisk. Virkar með flestu.

Fyrir mér virkar þetta fullkomlega, borða smá gnocchi án þess að það sé eintómt og einsleitt!

gnocchi
hvítlaukur
gnochhi

Gnocchi meðlæti – fyrir u.þ.b. 4 –

1 lítill blómkálshaus
2 msk smjör
150 g sveppir
1 hvítlauksrif
1 tsk timjan
1 lítil krukka fetaostur
Salt og pipar eftir smekk
1 pk Gnocchi frá DeCecco

Setjið vatn í botn og leyfið suðunni að koma upp. Skerið blómkálið í smáa bita og setjið út í pottinn, sjóðið í 5-10 mín. Hellið vatninu af leggið til hliðar.

Skerið sveppina í bita og setjið á pönnu ásamt smjöri, steikið við miðlungshita í 2-3 mín. Bætið pressuðum hvítlauk saman við ásamt timjan. Bætið þá blómkálinu saman við og setjið á lágan hita.

Setjið vatn í pottinn á ný og leyfið suðunni að koma upp. Bætið þá gnocchi út í vatnið og á aðeins 2-3 mín fer það að vera tilbúið. Þegar það fer að fljóta er það klárt. Hellið vatninu af og blandið saman við sveppina og blómkálið.

Hellið fetaostinum yfir og blandið öllu vel saman.

Mér finnst gott að stilla ofninn á 180°c og leyfa þessu að fara inn í ofn í 5-10 mín til að leyfa ostinum að bráðna enn meira og eldast vel saman, en ekki nauðsynlegt.

Frábært sem meðlæti með fisk eða kjúkling.

Njótið!

– Ert þú að fylgjast með á Instagram @dodlurogsmjor? –

You Might Also Like