Eldað

Koníaks sveppasósa

December 1, 2022
koníaks sveppasósa

Samstarf // Toro

Ég er á því að pakkasósur og sósugrunnar séu frábær viðbót við máltíðina, það þýðir ekki maður geti ekki nostrað við sósuna. Heldur er ég á því að það gefi grunn og bragðbæti hana til muna. Svo ég hika ekki við að nota pakkasósur sem grunn þegar ég er að gera hversdagsmat jafnt sem hátíðarmát.

Þessi koníaks sveppasósa er fullkomin með ljósu kjöti eins og kalkún og kjúkling og sama á við um lambakjötið.

Koníaks sveppasósa

2-3 sveppir
20 g smjör
2 msk koníak
½ teningur nautakraftur
200 ml rjómi
200 ml vatn
1 pk sveppasósa frá Toro
½ tsk timjan
½ tsk pipar
salt eftir smekk

Skerið sveppina smátt niður, setjið í pott ásamt smjöri og steikið í 2-3 mín. Bætið þá koníakinu saman við ásamt öllum hinum hráefnunum. Hrærið vel saman og leyfið suðunni að koma upp. Lækkið hitann í miðlungshita og leyfið að sjóða vægt í 3-4 mín.

Njótið!

– Ertu að fylgjast með á Instagram Döðlur & smjör ? –

You Might Also Like