Eldað/ Í útileguna

Pestó kartöflusalat (v)

January 24, 2022
kartöflusalat

– Unnið í samstarfi við Ísam –

Alltaf er úrvalið af vegan vörum að aukast, sem er frábært. Ég er vissulega ekki vegan sjálf og mun eflaust seint verða en mér finnst frábært þegar fyrirtæki taka sig til og framleiða vörur sem henta vegan fólki án þess að gefa eftir í gæðum.

Það er auðvitað algjör snilld að geta boðið upp á gott meðlæti handa öllum, hvort sem þú borðar það með fisknum, kjúklingnum eða öðrum grænmetismat.

En kartöflusalatið er algjörlega frábært, stútfullt af allskyns hollu gúmmelaði og svo bragðgott. Frekar ólíkt hinu klassíska kartöflusalati en á sama tíma frábært meðlæti og auðvelt að gera fram í tíma og taka með í útileguna, bústaðinn, hitting eða hvað sem er ég gæti haldið áfram endalaust.


Pestó kartöflusalat – fyrir 4 –

10-12 kartöflur
300 ml af elduðu quinoa
4 msk Vegan tómat pestó frá Sacla
15-20 svartar ólífur
50 ml furuhnetur
3 tsk capers

Sjóðið kartöflur og quinoa í sitthvorum potti samkvæmt leiðbeiningum. Skerið þá kartöflurnar í báta og setjið í skál, mælið quinoa magnið og setjið saman við kartöflurnar. Pestóinu eru svo blandað út í og öllu velt saman með skeið. Setjið lok eða plast yfir skálina og kælið í minnst klst.

Skerið þá ólífurnar í tvennt og ristið furuhneturnar. Þá er ólífunum, furuhnetunum og capers blandað saman við kartöflurnar og quinoa og berið fram.

Flóknara er það ekki, njótið!

– Ertu að fylgjast með á Instagram Döðlur & smjör ? –

You Might Also Like