Bakstur

Bláberja eftirréttur

April 28, 2021
bláberja eftirréttur

– Unnið í samstarfi við Gerum daginn girnillegan–

Það er eitthvað berjaþema hjá mér þessa dagana, held það sé vorið og fallega veðrið þessa dagana!

En hérna erum við með frábæran eftirrétt sem hentar vel eftir góða máltíð. Tekur enga stund að skella í hann – myndi segja að það taki u.þ.b. fimm mínútur frá því að hafist er handa og hann kominn inn í ofn. Svo er hægt að græja hann fyrr um daginn og geyma inn í ísskáp og skella í inn ofn þegar fólk klárar að borða og bera fram strax.

Að þessu sinni erum við ekki að vinna með sykurinn heldur er þetta eftirréttur í hollari kantinum en það gefur bragðinu ekkert eftir. Hann er vegan og ef hveitinu er skipt út fyrir möndlumjöl erum við einnig komin með glútenlausan rétt, win win fyrir alla nema kannski allra hörðustu sykurgrísina.

bláberja eftirréttur

Bláberja eftirréttur -fyrir 4-

280 g bláber
4 tsk kókos og möndlusmjör frá Rapunzel
2 tsk sítrónusafi

2 msk kókosolía
50 g grófir hafrar
2 msk hveiti
2 msk hlynsíróp
1 tsk vanilludropar
smá salt

Stillið ofn á 175°c. Skolið bláberin og deilið þeim í fjórar litlar eldfastar skálar eða eina stærri. Blandið sítrónusafa og kókos möndlusmjörinu saman við bláberin og veltið lítilega saman.

Byrjið á því að bræða kókosolíuna. Takið þa skál og setjið öll hráefnin ofan í og blandið saman. Setjið rúma matskeið yfir hvern skammt og dreifið yfir bláberin. Setjið skálarnar inn í ofn og bakið í 25 mín.

Berið fram beint úr ofninum með vanilluís, algjört lostæti.

Njótið!

– Endilega fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –

You Might Also Like