Kvöldmatur

Chili límónu kjúklingur

January 31, 2022
kjúklingur

– Unnið í samstarfi við Gerum daginn girnilegan –

Ég viðurkenni að þessi réttur er dálítið sumarlegur svona í janúar mánuði en svo ferskur og góður og var kannski bara alveg tilvalin í kuldanum. Fær mann til að hlakka til sumarsins.

Ótrúlega léttur og bragðgóður réttur, þar sem auðvelt er að leika sér með hráefnin og krydda aukalega með hráefnunum eftir á með chili, límónu og kóríander hver eftir sínu höfði. Það er þannig á mínu heimili að við erum mis glöð með sterkan mat og við vitum öll að kóríander er vissulega ekki allra en þá er um að gera að bera þessa hluti fram með réttnum.



Chili límónu kjúklingur – fyrir 3 –

1 pk úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry (700 g)
1 stk safinn úr límónu
1 stk börkur af límónu
3 msk ólífuolía
2 hvítlauksgeirar
1 tsk salt
1 tsk hunang (eða önnur sæta)
2 tsk Tabasco Sriracha sósa
1 tsk cumin
handfyllir kóríander

Afþýðið kjúklinginn og fituhreinsið ef þið viljið. Mælið hráefnin og skerið niður kóríander, þá er öllu blandað saman í skál, hrært vel saman og lok eða plast sett yfir. Leyfið kjúklingnum að marinera í minnst 1-2 tíma, best að leyfa honum að liggja í dágóðan tíma ef það er möguleiki.

Stillið ofn á 180°c. Raðið kjúklingnum í eldfast form og eldið í 15-20 mín.

Maís & ananas hrísgrjón

200 ml hrísgrjón
400 ml vatn
2 msk smjör
1 maís eða lítil dós maís
3 msk ananas
pipar eftir smekk
Soð af kjúklingnum

Sjóðið hrísgrjónin með vatni þangað til þau eru full soðin.
Takið pönnu og bræðið smjör, skerið maísbitana frá stilknum og ananasinn smátt niður og bætið út á pönnuna. Hellið síðan soðinu sem myndast hefur af kjúklingnum út á pönnuna ásamt hrísgrjónunum og hrærið þessu vel saman. Piprið eftir smekk.

Berið fram með meiri kóríander, límónu og Sriracha sósu.

Njótið!

– Ertu að fylgjast með á Instagram Döðlur & smjör ? –





You Might Also Like