Kvöldmatur

Pasta með hráskinku & mozzarella osti

September 6, 2021
pasta réttur

– Unnið í samstarfi við Gott í matinn –

Pasta er svo dásamlegt að því leiti til að það er svo fjölbreytilegt hráefni, það skiptir nánast engu máli hvað er blandað saman við það er alltaf syndsamlega gott – Okey það skiptir reyndar máli að réttu hráefnum sé blandað saman við. En þið skiljið mig!

Hérna höfum við rétt sem er dæmi um það hvað góð hráefni eru mikilvæg. Ekkert flókið, öllu blandað saman í eitt fat og þú ert kominn með dýrindis kvöldmat, rétt í saumaklúbbinn eða veisluborðið.


Pasta – fyrir 4 –

2 öskjur kokteltómatar
3 msk ólífuolía
3 hvítlauksrif
½ tsk chili flögur
2 tsk salt
handfylli ferskar kryddjurtir (t.d. timjan, rósmarín)
500 g Fusilli pasta
100 g grænt pestó
100 g spínat
salt og pipar
180 g mozzarella kúlur
80 g hráskinka
handfylli af basiliku

Hitið ofn í 200°c. Setjið tómatana í eldfast mót ásamt ólífuolíu. Kremjið hvítlaukinn saman við og dreifið salti, chili flögum og kryddjurtum yfir. Hrærið öllu létt saman og inn í ofn í 10-15 mín.

Sjóðið pastað á sama tíma samkvæmt leiðbeiningum, þegar það er full soðið, sigtið vatnið frá og setjið pastað aftur í pottinn. Blandið pestó, spínati og helmingnum af mozzarella ostinum saman við pastað.

Takið þá eldfasta mótið úr ofninum og blandið pastanu saman við tómatana í eldfasta mótinu. Sáldrið salti og pipar saman við eftir smekk. Þá er restinni af mozzarella ostinum dreift yfir ásamt hráskinkunni, síðan er formið sett aftur inn í ofn í u.þ.b. 10 mín.

Skerið basilikuna niður og dreifið yfir réttinn þegar hann kemur úr ofninum.

Njótið!

– Fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –

You Might Also Like