Kökur

Klassísk sjónvarpskaka

January 28, 2022
sjónvarpskaka

Finnst ekki flestum sjónvarpskaka góð? Til að hún sé góð að mínum smekk þarf að vera nóg af kókos karamellu en ekki yfirþyrmandi mikið. En mér finnst skipta máli að setja klassískar uppskritir hér inn í bland við nýjar en mér finnst geggjað að eiga orðið stað á netinu með uppskrifta bankanum mínum sem stækkar alltaf og stækkar og ég get sagt ykkur að ég leita svo sannarlega oft í mínar uppskriftir til að elda og baka upp úr.


Sjónvarps kaka

4 egg
180 g sykur
240 g hveiti
2 tsk lyftiduft
2 tsk vanilludropar/paste
50 g smjör
200 ml mjólk

Stillið ofn á 180°c. Þeytið saman egg og sykur þangað til létt og ljóst. Bætið þurrefnun saman við ásamt vanillu,þá er smjörið brætt og bætt saman við ásamt mjólk og hrærið vel saman. Spreyið eldfast mót eða u.þ.b. 25 cm form með PAM spreyi og hellið deiginu í.

Bakið í 15 mín, meðan kakan bakast útbúið karamelluna og setjið yfir eftir 15 mín og leyfið að bakast í 5 mín í viðbót.

Kókos karamella

100 g smjör
150 g kókosmjöl
200 g púðursykur
100 ml rjómi

Allt sett saman í pott á miðlungshita, þangað til að allt er vel samlagað.

Kakan er dásamleg nýbökuð, en einnig góð daginn eftir.

Njótið!

– Ertu að fylgjast með á Instagram Döðlur & smjör ? –

You Might Also Like