Samstarf // Gott í matinn
Hér eru á ferðinni bollur sem byggðar eru á minni uppáhalds köku, súkkulaðiköku með hindberjum og lakkrís. Hún fékk meira segja þann heiður að vera brúðartertan okkar í ágúst á seinasta ári. Svo það má segja að þessar slógu rækilega í gegn en hindber, lakkrís og súkkulaði er alveg frábær bragðbomba.
Vatnsdeigsbollur
250 ml vatn
125 g smjör
125 g hveiti
4 egg
Stillið ofn á 180°c. Setjið vatn og smjör í pott og leyfið smjörinu að bráðna. Takið pottinn af hitanum og hrærið hveitinu saman við þar til deigið er orðið einn massi, kælið deigið örlítið. Setjið deigið í hrærivélarskál og bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli. Setjið deigið þá í sprautupoka og sprautið bollur á smjörpappírsklædda plötu, eða notið tvær teskeiðar til setja deigið á plötuna. Bakið í 18-20 mínútur. Ef þið viljið hafa bollurnar stærri þá er tíminn aukinn í samræmi við það.
Lakkrískrem
1 pokar Apollo piparfylltur hjúplakkrís
½ dl rjómi
Setjið hráefnin saman í pott og látið malla á miðlungshita í 10-20 mín. Þar til að lakkrísinn er að mestu bráðnaður. Setjið í skál og leyfið að kólna, gott að setja inn í ísskáp í svolitla stund.
Fylling
500 ml rjómi
10-15 hindber, frosin
flórsykur
Skerið bollurnar í tvennt. Þeytið rjómann og setjið í sprautupoka, sprautið hring á neðri helming bollunnar og skiljið eftir pláss í miðjunni. Takið þá eina teskeið af lakkrískremi og setjið í miðjuna, gott er að setja einn rjómadropa yfir. Takið þá frosin hindber og myljið yfir rjómann með því að pressa þau saman svo þau leysast upp í korn. Lokið bollunum og sáldrið flórsykri yfir þær með sigti eða tesíu.
Njótið!
– Endilega fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –