Kvöldmatur

Mín uppáhalds blaðlaukssúpa

October 31, 2021
blaðlaukssúpa

– Unnið í samstarfi við Gott í matinn –

Þessi súpa hefur verið forréttur á Gamlárskvöld í fjölskyldunni minni frá því ég man eftir mér svo hún hefur alveg sérstaka meiningu fyrir mér. En eftir að ég fór sjálf að búa og fékk uppskriftina hjá mömmu, þá finnst mér ótrúlega ljúft að skella í hana endrum og sinnum en mér finnst hún svo góð!

Hér erum við ekkert að flækja hlutina en laukurinn verður sætur í súpunni að hann verður alveg dásamlegur á bragðið.

Dásamlegt að súpa eins og þessi eigi fastan sess í matarhjartanu manns þar sem hún er svo sannarlega hentug fyrir budduna.


Blaðlaukssúpa – fyrir 4-6 –

1 blaðlaukur (meðalstærð)
1 laukur
25 g smjör
5 msk hveiti
1,8 líter vatn
1 grænmetiskraftur
1 kjúklingakraftur
3 tsk soya sósa
1 tsk salt
200 ml rjómi
3 eggjarauður (má sleppa)

Skerið blaðlauk og lauk smátt niður og látið krauma í smjöri í u.þ.b. 5 mín á lágum hita. Bætið þá hveiti saman við og hrærið vel. Blandið krafti saman við ásamt vatni. Sjóðið í 5-10 mín. Blandið soya sósunni og salti saman við ásamt rjóma og hitið að suðu.

Til að fá súpuna extra djúsí er gott að setja eggjarauður saman við súpuna í lokin – En eftir að rauðunum er blandað út í má súpan ekki sjóða. Mæli með að þið prófið það.

Berið fram með góðu brauði og smjöri.

Njótið!

– Fylgstu með á Instagram Döðlur & smjör –

You Might Also Like