Kvöldmatur

Pasta með sveppum & kjúkling

February 17, 2021
pasta uppskrift

– Unnið í samstarfi við Gerum daginn girnilegan –

Hvað haldið þið að við höfum hér? Fyrsta mataruppskriftin sem ég deili með ykkur á D&S, en ótrúlegt en satt þá var aldrei meiningin að fókusa eingöngu á sætmeti það bara gerðist óvart í upphafi. Svo vonandi læðast mataruppskriftirnar hingað inn hægt og rólega.

En þá er um að gera að byrja á því að deila með ykkur mínu uppáhalds pasta uppskrift. Hún er einföld og bragðgóð, svona pasta réttur sem öllum finnst góður burt séð frá aldri. Ég hvet ykkur til að prófa.

pasta uppskrift

Tagilatelline með sveppum & kjúkling – fyrir 4 –

700-800 g kjúklingur
3 msk ólífuolía
250 g sveppir
3 hvítlauksrif
1 stk nautakraftur
300 ml rjómi
100 ml vatn
1 tsk oreganó
1 tsk basil
½ timían
Handfylli af ferskri steinselju
salt og pipar
300 g tagilatelle pasta

Skerið kjúklinginn í smáa bita og steikið á pönnu. Eldið kjúklinginn í 3-4 mín og setjið til hliðar.

Skerið niður sveppi og hvítlauk og steikið á pönnu ásamt olíu. Steikið þangað til að sveppirnir eru orðnir brúnaðir, bætið þá útí  nautakrafti, rjóma og vatni. Kryddunum er síðan einnig bætt saman við og saltað og piprað eftir smekk. Lækkið undir pönnunni og leyfið að malla á pönnunni meðan pastað er soðið.

Setjið vatn í pott og leyfið suðunni að koma upp. Setjið tagliatelle pastað út í vatnið og sjóðið í u.þ.b. 10 mín eða þangað til að það hefur náð réttri áferð. Skolið vatnið að mestu frá pastanu með því að hella því í gegnum sigti.

Bætið pastanu saman við meðlætið á pönnunni og veltið saman við sósuna.

Gott er að bera fram með Parmesan osti, ferskri steinselju og hvítlauksbrauði.

Njótið!

– Endilega fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –

You Might Also Like