Kvöldmatur

Spaghetti með kjúkling & aspas

April 19, 2022
spaghetti

– Unnið í samstarfi við Gerum daginn girnilegan –

Ég sagði við vinkonu mína um daginn að ég hafi eldað spaghetti með kjúkling og hún var svo hissa sem sannaði smá kenninguna mína að við erum svolítið föst í að nota spaghetti fyrst og fremst í hakk og spaghetti en spaghetti er eitt af uppáhalds pastanu mínu mér finnst gaman að elda úr því og borða.

Svo hér er dýrindis spaghetti réttur sem þið getið auðvitað leikið ykkur með og notað hvaða pasta sem þið viljið í en tagliatelle myndi t.d. henta mjög vel líka.

Svo er ég með smá ábendingu – Ég mæli svo sannarlega með að kaupa úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose poultry en þau fást frosin allaveganna í Bónus og Fjarðakaup en kjúklingurinn er mjög góður og hann er mun ódýrari en úrbeinuð læri seljast vanalega á í búðum.

spaghetti með kjúkling
spaghetti með kjúkling

Spaghetti með kjúkling & aspas

500 g spaghetti – Dececco
700 g úrbeinuð kjúklingalæri – Rose poultry
150 g sveppir
½ búnt ferskur aspas
2 hvítlauksrif
½ blaðlaukur
2 msk smjör
1 kjúklingakraftur
300 ml rjómi
100 ml vatn
salt & pipar eftir smekk
handfylli af fersku timjan – 2 tsk þurrt
2 tsk ítölsk pastablanda frá Pottagöldrum

Byrjið á því að sjóða vatn fyrir spaghetti og elda samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

Skerið kjúklinginn niður í litla bita og byrjið að steikja á pönnu. Skerið niður sveppi, aspas, blaðlauk og hvítlauk. Þegar kjúklingurinn er orðinn létteldaður bætið grænmetinu saman við á pönnuna ásamt smjöri. Steikið við miðlungshita í 3-5 mín. Bætið þá kjúklingakraft saman við ásamt rjóma og vatni og leyfið að malla í dágóða stund. Kryddið svo með salt og pipar, fersku timjani og ítalskri pastablöndu.

Gott er að bera timjanið fram með spaghettinu fyrir þá sem vilja meira ásamt parmesan osti, brauði eða því sem ykkur finnst passa vel með.

Njótið!

– Ertu að fylgjast með á Instagram Döðlur & smjör ? –

You Might Also Like