Eftirréttir

Súkkulaði fyllt hjörtu

February 14, 2024
smjördeigshjörtu

Samstarf // Gerum daginn girnilegan

Það getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift tikkar í öll þau box. Ofureinföld þar sem við kaupum tilbúið smjördeig og púslum svo bara hráefnunum saman.

Fullkomið í bröns eða sem eftirréttur sérstaklega á Valentínusardaginn eða Bónda og Konudaginn.

smjördeigs hjörtu
smjördeigs hjörtu

Smjördeigs hjörtu – 2 eða fleiri –

Smjördeig, hver plata gerir tvö hjörtu
Súkkulaðismjör, Nusica
Flórsykur
Jarðaber

Stillið ofn á 200°c. Skerið út hjörtu með piparkökuformi eða með hníf, þá er gott að teikna hjarta á bökunarpappír, klippa það út og leggja á smjördeigið og skera með fram pappírnum.

Skerið svo grunnt með hníf u.þ.b cm inn í hjartað annað hjarta, ekki fara í gegnum deigið heldur aðeins hálfa leið. Setjið hjörtun á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið í 10-12 mín.

Þegar hjörtun eru orðin ljósbrún takið plötuna út og ýtið miðjunni varlega niður, þannig gerum við pláss fyrir súkkulaðismjörið.

Við setjum eina teskeið af súkkulaðismjöri í hvert hjarta, gott er að setja smá í skál og hita örlítið í örbylgjuofni og hella ofan í hjörtun, leyfið svo hjörtunum að kólna.

Sáldrið flórsykri yfir hjörtun með sigti og skerið jarðaberin. Skerið litlar rákir í átt að toppinum án þess að fara alla leið í gegn, dragið berið í sundur og leggið á hjartað. Skreytið með súkkulaðismjöri yfir.

Gott er að bera hjörtun fram með ís eða jafnvel rjóma, eða bara borða þau ein og sér.

Njótið!

– Ert þú að fylgjast með á Instagram @dodlurogsmjor? –

You Might Also Like