Eftirréttir

Dásamleg karamellu & súkkulaði mús

April 5, 2023
súkkulaðimús

Samstarf // Nói Síríus

Hér höfum við afar einfalda uppskrift af súkkulaðimús sem er svo létt í sér, músin fær dásamlegt karamellubragð frá rjómakúlunum í bland við Doré súkkulaðið sem hefur keim af karamellu í sér.

Ég ákvað að prófa að setja músina ofan í Doré páskaegg sem væri hinn fullkomni eftirréttur um páskana. Ekkert mál er að skera ofan af eggjunum og leika sér með að skreyta, jafnvel með berjum, meira súkkulaði eða karamellusósu eins og ég geri hér.

Þessi mús er frábær fyrir þá sem vilja síður hafa eggjarauður í músinni hjá sér af einhverjum ástæðum. Því henni er sleppt að þessu sinni og uppskriftin eins einföld og hægt er að verða.

súkkulaðimús
súkkulaðimús

Karamellu & súkkulaðimús

1 pk Rjómakúlur frá Nóa Siríus
100 g Doré súkkulaði frá Nóa Siríus
500 ml rjómi
100 g hafrakex

Bræðið saman rjómakúlurnar, Doré súkkulaði og 100 ml rjóma. Þeytið þá 400 ml rjóma og blandið varlega saman við súkkulaðiblönduna.

Ef þið setjið músina í stóra skál, myljið kex í botninn og hellið músinni yfir. Ef þið ætlið að setja í egg, þá mæli ég með að setja músina í sprautupoka og kæla í ísskáp í minnst 3-4 klst. Skerið þá ofan af litlum súkkulaðieggjum, setjið smá af hafrakexi í botninn og sprautið músinni í eggið.

Leikið ykkur að skreyta áður en hún er borin fram með berjum, súkkulaði eða karamellusósu. Leyfið ímyndunaraflinu að njóta sín.

Njótið!

– Endilega fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –

You Might Also Like