Smákökur

Súkkulaði og pekanhnetu smákökur

November 28, 2023
smákökur

Samstarf // Royal

Það er alltaf gleðilegt þegar maður er með einhverja hugmynd í maganum og hún heppnast svona einstaklega vel! Þessar kökur eru dæmi um slíkt, stökkar að utan, fullar að súkkulaði og hnetum og eins og mjúka brúnka (brownie) í miðjunni, guðdómlegar.

Pekanhneturnar gefa kökunum svo dásamlegt “kröns”. Þær bókstaflega hurfu úr boxinu!

smákökur

Súkkulaði og pekanhnetu smákökur -20-25 stk-

20 g sykur
70 g pekanhnetur

240 g smjör, við stofuhita
100 g sykur
100 púðursykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
240 g hveiti
1 pk súkkulaðibúðingur frá Royal
1 tsk matarsódi
100 g dökkt súkkulaði
100 g rjómasúkkulaði

Byrjið á því að setja 20 g af sykri ásamt pekanhnetunum á pönnu stillta á miðlungshita. Leyfið sykrinum að bráðna og húða hneturnar, tekur um 5 mín. Leyfið þeim að kólna þangað til þær eru saxaðar og settar í deigið.

Setjið í hrærivél smjör, sykur og púðursykur og þeytið í 2-3 mín. Bætið þá egginu saman við og þeytið vel saman. Þá er vanilludropum, hveiti, súkkulaðibúðing og matarsóda bætt saman við og öllu hrært saman (hér getur verið gott að setja viskastykki yfir vélina svo þurrefnin fari ekki út um allt fyrst þegar allt blandast saman). Saxið súkkulaðið og pekanhneturnar niður og hafið bitana frekar í stærri kantinum. Blandið saman við deigið og þeytið saman.

Mér finnst gott að vigta kökurnar þegar ég hef þær í stærri kantinum svo þær séu sem jafnastar í bakstri. Svo hér eru þær 45-50 g hver kaka. En ef þið hafið þær minni er gott að miða við matskeið.

Mótið allar kúlurnar og setjið í kæli í 10 mín.

Stillið ofn á 180°c og raðið kökunum á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið í 12-15 mín, styttra ef þær eru litlar. Varist að baka þær of lengi svo þær haldi mýktinni inn við miðju.

Geymast vel við stofuhita.

Njótið!

– Ert þú að fylgjast með á Instagram @dodlurogsmjor? –

You Might Also Like