Eldað

Sveppasósa á fimm mínútum

January 5, 2022
sveppasósa

– Unnið í samstarfi við Toro–

Það er ekkert nýtt að þegar ég ætla að útbúa sósu með matnum mínum þá gríp í alltaf í eitt stk pakkasósu og færi hana yfir á næsta plan. Einar og sér eru þær góðar en þegar maður setur örlitla auka ást í pottinn verður hún yfirleitt geggjuð og allir halda að hún sé búin að fá að malla í pottinum tímunum saman.

Að þessu sinni er það sveppasósa, sem er sú sósa sem ég sæki oftast í að gera svona með hversdagsmat eða um helgar. Hún passar með svo mörgu og öllum finnst hún svo góð á mínu heimili.

Hvort sem þið trúið því eða ekki þá er hún einnig ótrúlega góð köld, tilvalið að preppa sósu og taka með t.d í útileguna fyrir grillkjötið eða bara á hamborgarana.


Sveppasósa – fyrir 4 –

2-3 sveppir
1 msk smjör
½ kjötkraftur
200 ml rjómi
200 ml vatn
1 pk sveppasósa frá Toro
½ tsk timjan
salt og pipar

Skerið sveppina smátt niður og setjið í pott ásamt smjöri. Leyfið sveppunum að steikjast á miðlungshita í 2-3 mín.

Bætið hinum hráefnunum saman við og hrærið vel. Hækkið hitann og leyfið sósunni að ná suðu og sjóða í stutta stund (lækka auðvitað undir þegar hún fer að sjóða, svo hún sjóði ekki uppúr).

Smakkið sósuna til hvort þarf að bæta auka salt og pipar og berið fram.

Njótið!

– Fylgstu með á Instagram Döðlur & smjör –

You Might Also Like