Eftirréttir

Royal búðingur í hátíðarbúning

December 16, 2021
royal búðingur

– Unnið í samstarfi við Royal–

Stundum þarf ekkert að flækja hlutina of mikið, finnst okkur ekki flestum klassískur Royal búðingur algjört gúmmelaði? Mér finnst hann allaveganna alveg ægilega góður og svo góður sem eftirréttur, þar sem hann er léttur og bragðgóður. Að þessu sinni skellum við tveimur saman súkkulaði og banasplitt og útkoman er æðisleg.


Hátíðarbúðingur

100 ml rjómi
50 g dökkt súkkulaði
1 pk súkkulaðibúðingur frá Royal
400 ml mjólk

1 pk bananasplitt búðingur frá Royal
400 ml mjólk

300 ml rjómi

Bræðið saman rjóma og súkkulaði. Þeytið þá saman súkkulaði búðingsdufti og mjólk og bætið súkkulaði rjómanum saman við, hellið í skálar og leyfið að hvíla inn í kæli.

Blandið saman bananasplitts búðingsdufti og mjólk saman og þeytið vel. Dreifið í skálarnar ofan á súkkulaðibúðinginn. Geymið í kæli þangað til að bera á búðinginn fram. Þeytið þá 300 ml rjóma og setjið í sprautupoka og sprautið yfir búðinginn.

Hægt er að leika sér með að skreyta, með glimmeri, auka banönunum, súkkulaði og hnetum t.d. en möguleikarnir eru einfaldir.

Njótið!

– Fylgstu með á Instagram Döðlur & smjör –

You Might Also Like