– Unnið í samstarfi við Gott í matinn –
Fyrir u.þ.b. tveimur árum bauð ég upp á þetta pæ sem eftirrétt í matarboði og hugsaði ég þarf að skella þessu á bloggið. Tíminn leið og nú er komið að því. Það er svo einfalt í býgerð og svo gott, léttur og góður eftirréttur.
Fyrirhöfnin af þessu pæ er svo lítil, það tekur þig bókstaflega 10 mín að græja pæið og svo leyfa því að kólna í klukkustund.
Hægt er að útbúa sitt eigið Dulce de leche með því að sjóða niður niðursoðna mjólk en það er líka hægt að grípa eina krukku t.d. frá Stonewall Kitchen tilbúna.
En pæið er víða þekkt sem Banoffee pie – þar sem blandan af dulce de leche og bönunum er orðin klassík víða – Ekki skrýtið, æðisleg blanda. En við íslenskum þetta yfir í það góða heiti Bananella!
Banoffee – Banana pæ
300 g hafrakex (Hobnobs)
150 g smjör
1 msk sykur
1 krukka dulce de leche (t.d. Stonewall Kitchen)
3 bananar
500 ml rjómi
ber til skrauts (má sleppa)
Myljið kexið í matvinnsluvél og bræðið smjör. Blandið kexi og smjöri saman ásamt matskeið af sykri. Setjið í form af stærðinni 20-25 cm og þrýstið niður í botninn og upp með köntunum, gott er að nota dl mál eða eitthvað með flötum botni til að þétta kexið.
Dreifið úr karamellunni yfir kexið, skerið bananana í sneiðar og dreifið yfir karamelluna. Þeytið þá rjóma og dreifið úr honum yfir. Skreytið með berjum og banana.
Njótið!
– Ertu að fylgjast með á Instagram Döðlur & smjör ? –