Kökur

Blaut skúffukaka

March 17, 2020
skúffukaka

Stundum vaknar maður og fær löngun í eitthvað sem bara fer ekki fyrr en maður fær það sem maður vill. Það var dálítið tilfellið með þessa köku. Vaknaði í veikindum og langaði bara ótrúlega mikið í skúffuköku með glassúr, svona eitthvað svipað og maður fær í bakaríunum.

Ég var ekkert að skella mér út í bakarí neitt, ég skellti frekar bara í eina köku og hún var akkurat það sem mig langaði í.

skúffukaka

Kakan

300 g hveiti
250 g sykur
½ tsk salt
4 msk kakó
230 g smjör
250 ml vatn, sjóðandi heitt
125 ml ab mjólk/súrmjólk
2 egg
1 tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar

Stillið ofn á 175°c. Setjið hveiti, sykur og salt saman í skál fyrir hrærivél. Setjið svo kakó, smjör og vatn saman í pott og leyfið að ná suðu. Takið af hita og blandið varlega saman við þurrefnin. Blandið saman ab mjólk, eggjum, matarsóda og vanilludropum saman og hellið varlega saman við restina af hráefnunum. Hellið varlega ofan deigið er heitt. Smyrjið form eða skúffu með smjöri eða PAM spreyi og hellið deiginu í form. Bakið í 20-25 mín eða þangað til að prjónn kemur hreinn þegar stungið er í deigið.

Krem

20 g smjör
3 msk kakó
80 ml mjólk
1 tsk vanilludropar
300 g flórsykur

Bræðið smjör og kakó í potti, takið af hitanum og bætið hinum hráefnunum saman við og hrærið vel saman. Hellið yfir kökuna meðan kakan er heit. Berið fram volga.

You Might Also Like