Kökur

Ferskjuterta með súkkulaði & karamellukremi

March 29, 2023
ferskjuterta

Samstarf // Gott í matinn

Ég hef bakað perutertu núna tvisvar með stuttu millibili og okkur finnst hún öllum svo góð, létt og góð kaka og alls ekki of sæt, ég t.d. leyfi Lovísu sem er 20 mánaða að fá sér smá.

ferskjuterta

Svo mig langaði að gera köku sem er svipuð og peru tertan en bara með aðeins öðru tvisti og úr varð þessi dásamlega kaka. Gaman að prófa aðeins nýtt tvist á klassísku perutertunni. Ég finn að kynslóð foreldra okkar Gulla elskar rjóma og þessar klassísku rjómatertur með niðursoðnu ávöxtum og langaði mig að baka meir í þeim dúr, minni sykur en svo góðar tertur!

döðlur og smjör
ferskjuterta

Botnar

4 stk. egg (200 g)
140 g sykur
60 g hveiti
40 g kartöflumjöl
¼ tsk salt
1 tsk matarsódi

Stillið ofn á 200°c. Þeytið saman egg og sykur. Bætið við hveiti og kartöflumjöli, salti og matarsóda. Spreyiðð tvö form í stærðinni 20-24 cm og deilið deiginu í formin. Bakið í 10 mín og leyfið að kólna.

Krem

150 g karamellukúlur frá Nóa Síríus
100 ml rjómi

2 eggjarauður
3 msk flórsykur
400 ml rjómi

Setjið karamellu kúlurnar og 100 ml af rjóma saman í pott á miðlungshita. Hitið þangað að kúlurnar hafa bráðnað. Gott er að setja í skál svo það kólni hraðar.

Þeytið saman eggjarauður og flórsykur í 2-3 mín. Bætið súkkulaði karamellunni saman við helst í mjórri bunu meðan hrært er.

Þeytið rjómann og blandið varlega saman við súkkulaði karamellu blönduna.

Samsetning

1 dós ferskjur
Svampbotnar
Krem

Skerið ferskjurnar niður í bita. Takið þá svampbotnana úr formunum og leggið fyrsta botninn á disk og notið vökvann af ferskjunum og bleytið vel upp í botninum, best að nota matskeið í verkið. Dreifið þá ferskjunum yfir botninn og krem þar yfir. Mér finnst persónulega mjög gott að nota svona hring til að einfalda mér að setja kremið á. Bleytið upp í seinni botninum áður en hann er settur ofan á kremið og gott lag af kremi sett ofan á. Ef þið notið hringinn er gott að skilja eftir smá krem til að geta sett á hliðarnar. Þá er kakan kæld í u.þ.b. 10 mín, tekin út, hringurinn tekinn af og krem sett á hliðarnar.

Skreytið með súkkulaðieggjum ef þið eruð gera hana á páskunum eða bara eftir eigin hentisemi eða leyfið henni bara að njóta sín eins og hún er.

Njótið!

– Endilega fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –

You Might Also Like