Eftirréttir

Ris a la noisettes

December 3, 2021
ris a la noisette

– Unnið í samstarfi við Toro –

Bjó ég mér mögulega til franskt heiti á rétt, mögulega! Þýðum þetta aftur yfir á íslensku en þá erum við að vinna með hrísgrjóna og rjómaeftirréttinn fræga en að þessu sinni með heslihnetum í staðinn fyrir möndlur og toppum þetta með dulce de leche karamellu og eplum. Hvernig er þetta að hljóma?

Í rúmlega tuttugu ár höfum við fjölskyldan hisst í hádeginu á aðfangadag skipst á gjöfum og borðað Risalamande saman – Ein af mínum uppáhalds stundum í kringu jólin. Svo ákvað að taka þennan klassíska rétt og leika mér aðeins með og útkoman er ótrúlega ljúfeng.


Ris a la noisettes – fyrir 6-8 –

Grjónagrautur

1 pk Toro grjónagrautur
750 ml mjólk

Eldið grautinn samkvæmt leiðbeiningum og kælið vel.

Rjómablanda

400 ml rjómi
2 tsk vanillu paste (fæst í m.a. í Krónunni)
1 msk sykur
100 g hakkaðar heslihnetur

Létt þeytið rjómann í stórri skál, blandið saman við hann vanillu, sykri og hökkuðum heslihnetum. Hellið þá köldum grjónagrautnum saman við rjómann og hrærið vel. Berið fram annað hvort í stórri skál eða setjið í skálar og skreytið með dulce de leche, heslihnetum og soðnum eplum.

Samsetning

Dulce de leche karamellusósa
1 epli

Sjóðið niðursoðna mjólk yfir í dulce de leche eða kaupið hana tilbúna. Skerið eplin niður í mjög smáa bita og sjóðið í 2-3 mín, rétt til að fá mýkt í eplin.

Berið réttinn fram annað hvort í stórri skál og þá karamelluna og eplin í sér skál eða setjið í skálar og skreytið með dulce de leche, heslihnetum og soðnum eplum.

Njótið!

– Fylgstu með á Instagram Döðlur & smjör –

You Might Also Like