Kvöldmatur

Dýrindis lambaskankar með rauðvínssósu

April 6, 2023
lambaskankar

Samstarf // Toro

Hægeldaðir lambaskankar er eiginlega uppáhalds lambakjöts rétturinn minn eða allaveganna á pari með góðu lambalæri. Hér er þeir eldaðir á klassískan máta eða hægeldaðir með rótargrænmeti og bornir fram með einfaldri en ljúffengri rauðvínssósu.

Mín tilfinning er að sumir leggi ekki að elda lambaskanka því það sé svoddan maus en það er eiginlega andstæðan við það. Allt grænmetið er bara skorið gróft niður, allt sett í pott og leyft að malla klukkutímana saman inn í ofni, án þess að hafa áhyggjur að maturinn sé að brenna.

Svo er það bara að skella í ofureinfalda sósu og bera fram eins og landliðskokkur.

lambaskankar
lambaskankar
lambaskankar
lambaskankar

Lambaskankar – fyrir fjóra-

4 lambaskankar
2 msk Bezt á lambið, krydd
10-15 kartöflur
6 gulrætur
2 laukar
1-2 hvítlaukar
2 tsk timjan, þurrkað eða handfylli ferskt timjan
2 tsk salt
1 tsk pipar
1 lambakraftur, teningur
1 msk tómatpúrra
200 ml vatn

Finnið til eldfast form með loki eða pott sem þolir að fara í ofn og stillið ofn a 150°c.

Byrjð á því að krydda kjötið og steikja það létt í 3-4 mín, til að brúna það.

Skerið grænmetið gróft niður og setjið í botninn á pottinum/forminu, kryddið með timjan, salt og pipar. Setjið lambakraft, tómatpúrra og vatn í ílát og hitið örlítið í örbylgjuofni, til þess að leysa upp kraftinn. Hrærið vel í og hellið yfir grænmetið. Setjið þá lambaskankana yfir grænmetið, lokið pottinum/forminu og setjið inn í ofn í 3-4 klst.

Rauðvínssósa

1 pk rauðvínssósa frá Toro
200 ml vatn
100 ml soð úr pottinum/formi

Blandið öllu saman í pott og hrærið vel saman. Leyfið suðunni að koma upp, lækka undir og leyfa að sjóða í u.þ.b. 5 mín.

Takið skankana upp úr pottinum og deilið grænmetinu á fjóra diska, setjið einn lambaskanka á hvern disk og hellið sósu yfir.

Njótið!

– Endilega fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –

You Might Also Like