Morgunmatur

Granóla með hunangi & pekan hnetum

April 7, 2020
granóla

Gott granóla er gulli betra, ekki satt? Nei kannski full stór fullyrðing en ég kann virkilega að meta gott heimagert granóla!

Ég hef gert það í þónokkur ár núna að gera alltaf reglulega granóla hérna heima, svona eftir nennu og löngun. Það er regla hjá mér að fara ekki sérstaklega út í búð til að kaupa í það heldur bara nota það sem ég á til heima. Ef ég er að styðjast við uppskrift þá bara set ég annað hráefni ef ég á ekki það sem er beðið um.

En skiptin sem ég fer eftir uppskrift í þessum málum er mjög sjaldan í dag, mér finnst mjög gaman að prófa mig áfram með nýjum hráefnum. Svo ég mun klárlega deila aftur með ykkur annarri uppskrift þegar ég dett inn á eitthvað extra gott.

Ég er samt með ákveðna lykil reglu þegar ég geri uppskrift því ég vil ekki gera of stóran skammt er að grunnurinn minn er alltaf 4 dl hafrar og svo leik ég mér með restina af hráefnunum sem er vanalega hálfur eða heill dl og auðvitað má ekki gleyma fitunni og sætunni með.

Granóla sem gjöf til vina og fjölskyldu þessa dagana væri svo ljúft, eru þið ekki sammála?


Granóla

½ dl möndlur
1 dl pekan hnetur
4 dl hafrar, grófir
1 dl sólblómafræ
½ dl hörfræ
2 msk kókosolía
2 msk hunang
2 msk hlynsíróp
1 dl ristaður kókos
½ dl rúsínur

Stillið ofn á 160°c. Saxið möndlurnar og pekan hneturnar lítilega Setjið síðan öll þurrefnin saman í skál og blandið saman. Kókosolían, hunang og hlynsíróp sett í pott á miðlungs stillingu og rétt hitað upp saman.

Hellið úr pottinum yfir þurrefnin og blandið öllu saman, þangað til öll þurrefnin eru orðin hjúpuð að utan. Takið bökunarplötu og setjið bökunarpappír á hana. Hellið úr skálinni og dreifið yfir alla plötuna.

Setjið inn í ofn og bakið í u.þ.b. 20 mín, en opnið ofninn og hrærið í á 5 mínútna fresti. Leyfið að kólna og setjið síðan í ílát og geymið við stofuhita.

Ótrúlega gott með hafragrautnum, ab- mjólkinni eða eitt og sér sem snarl, njótið!

döðlur og smjör

You Might Also Like