Í útileguna/ Kökur/ Morgunmatur

Bananabrauð

October 28, 2019
bananabrauð

Þessa uppskrift af bananabrauði geri ég svo oft að hún er bara geymd í hausnum, kannski líka vegna þess að hún er svo einföld og klikkar aldrei. Brauðið er alltaf jafn gott nýbakað með smjöri og osti. Mér fannst það allaveganna ákveðin viðurkenning á hversu gott það væri þegar amma sjálf bað um uppskrift af því eftir að ég kom til hennar með eitt ylvolgt.

bananabrauð

Bananabrauð

2 egg
200 g púðursykur
2 bananar
300 g hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk kanill
150 g smjör- brætt

Stillið ofn á 170°c
Hrærið egg og púðursykri vel saman, þeytið í 3-4 mínútur.
Stappið banana á bretti og bætið út í. Þeytið vel í nokkrar mínútur.
Þurrefnin mæld og sigtuð saman við og hrært saman, byrja varlega og síðan á fullum hraða. Bræðið smjörið og blandið saman við í lokin.
Smyrjið kökuform með smjöri að innan
Hellið í form og inn í ofn
Bakið í 40-50 mín, leyfið brauðinu að kólna í forminu í 5 mín, takið úr forminu og leyfið að kólna enn frekar í u.þ.b. 30 mín.

Einnig er gott að setja deigið í muffins form og baka sem slíkar.

You Might Also Like