Bakstur

Kirsuberja bollakökur

March 31, 2021
Kirsuberja bollakökur

– Unnið í samstarfi við Gerum daginn girnilegan –

Það er alveg magnað hvað manni langar meira að baka svona ferskt og létt þegar dagarnir fara að lengja, ég er ekki að segja að ég er alltaf til í að baka súkkulaðiköku það klikkar aldrei. En ég laðast meira af bakstri með ávöxtum t.d.

Að þessu sinni ákvað ég að fara í kirsuberin og nota uppáhalds kirsuberjajógúrtið mitt frá Pascual í kökurnar. Í kökunum er einnig heil kirsuber en ég kaupi þau frosin og á alltaf til, til að nota m.a. í smoothie. Þar sem aðgengi að ferskum kirsuberjum er ekki alltaf í boði á skerinu okkar.

Einnig er hægt að leika sér með uppskriftina og setja hana í skúffu og gera kirsuberja skúffuköku með dásamlegu súkkulaðikremi.

bollakökur
bollakökur

Kirsuberja bollakökur -12 stk-

120 g smjör
150 g sykur
2 egg
160 g hveiti
1½ tsk lyftiduft
½ tsk salt
2 tsk vanilludropar
1 dós kirsuberjajógúrt (125 ml)
12 kirsuber (fersk eða frosin)

Stillið ofn á 175°c. Þeytið saman smjör og sykur í 1-2 mín. Blandið þá eggjunum saman við einu í einu. Vigtið hveitið í skál ásamt lyftiduft og salti. Hellið saman við deigið. Bætið út í vanilludropum og jógúrti. Hrærið öllu vel saman.

Raðið formum á bökunarplötu og setjið væna matskeið af deigi í hvert form, passið þó að formið sé í mesta lagi tveir þriðju fullt. Setjið eitt kirsuber í hverja köku fyrir miðju og þrýstið því niður. Setjið inn í ofn og bakið í 20 mín. Leyfið að kólna.

Smjörkrem

200 g smjör
400 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
2 msk kakó
1-2 msk rjómi

Þeytið smjör í 1-2 mín, bætið svo flórsykrinum varlega saman við, gott er að bæta rjóma saman við til skiptis við flórsykurinn. Bætið síðan kakó og vanilludropum saman við og þeytið vel saman, helst í nokkrar mín.

Setjið kremið í sprautupoka og sprautið í mynstri á kökurnar og skreytið að vild.

Njótið!

– Endilega fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –


You Might Also Like