Unnið í samstarfi við Bast
Hver elskar ekki góðar brauðstangir? Ég hef séð hina og þessa vera gera ostafylltar brauðstangir sem eru geggjaðar en mig langaði ótrúlega að gera stakar brauðstangir sem bragðast dásamlega.
Lykilhráefnið í þeim brauðstöngum er Brauðstangakryddið frá Bast, það er eitthvað annað gott! Stangirnar eru ótrúlega einfaldar í bakstri og tilvalið að gera með þegar það eru pizzakvöld á heimilinu en ég er fullviss að þau séu fastur liður á mörgum heimilum. Snilld sem smá forréttur meðan pizzurnar bakast – En þær bragðast auðvitað langbestar volgar úr ofninum.
Ég hvet ykkur til að prófa kryddið og prófa að fara á næsta level í brauðstangagerð!
Deigið sem ég nota hér er grunndeigið sem ég nota í heimagerðar pizzur og er ótrúlega gott, þessi uppskrift dugir í tvær 12″ pizzur en ég tvöfalda uppskriftina þegar ég geri pizzur fyrir okkar fjögurra manna fjölskyldu.
Brauðstangir –12-15 stk–
1 tsk sykur
8 g þurrger
200 ml vatn
6 g salt
2 msk ólífuolía
335 g hveiti
Blandið saman sykri og þurrgerigeri saman við 100 ml volgt vatn. Í annað ílát blandið saman 100 ml volgu vatni, salti og olíu. Vigtið hveitið í skál (hrærivélarskál ef þið notið hrærivél). Setjið krókinn á hrærivélina og hrærið varlega af stað og hellið gerblöndunni saman við og síðan olíu vatninu. Leyfið vélinni að vinna í 5-10 mín. Leyfið deiginu að hefast í minnst klst.
Stráið hveiti yfir borðið og setjið deigið á borðið, mótið ferning úr deiginu u.þ.b. 1 cm á þykkt, um 10 cm á breidd, lengið þá frekar til hliðanna. skerið stangirnar um 1 cm þykkar. Raðið á plötu með góðu millibili, leggið viskastykki yfir og leyfið að hvíla í 10-15 mín.
Stillið ofn á 210°c og bakið brauðstangirnar i 10-12 mín.
Ofan á
2-3 msk smjör
4 msk af brauðstangakryddi frá Bast
Bræðið smjör í örbylgjuofni eða potti.
Þegar brauðstangirnar koma úr ofninum penslið þær með smjöri og sáldrið kryddinu yfir svo það festist í smjörinu. Berið brauðstangirnar fram volgar – Þær hreinlega gerast ekki betri!
Njótið!
– Endilega fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –