Snarl

Manstu eftir þessari? Púrrlauks ídýfa

May 9, 2023
púrrlauks ídýfa

Samstarf // Toro

Ég held að flestir á mínum aldri eða eldri hafi bragðað þessa ídýfu allaveganna einu sinni á ævinni og margir þónokkuð oft. Málið er nefnilega að það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið. Heldur er líka frábært að horfa til þess sem er gott og hefur reynst vel og það er nákvæmlega það sem þessi ídýfa er!

Það varð uppi fótur og fit þegar Toro í Noregi ætlaði að hætta framleiðslu á Púrrlaukssúpunni sinni. En mótmælt var frá litla Íslandi sem gerði það að varan fór á ný í sölu. Enda algjör snilld, Íslendingar nota hana mikið í kjötbollugerð og svo klassísku ídýfuna.

púrrlauks ídýfa

Svo ég vona að þið skellið í eina ídýfu og berið fram með ykkar uppáhalds snakki eða mínu uppáhaldi niðurskornu grænmeti og svo fyrir sumarið er hún frábær með grillmatnum.

púrlauks ídýfa

Púrrlauks ídýfa

1 dós sýrður rjómi
½ pk Púrrlaukssúpa frá Toro
2-3 msk ab mjólk / súrmjólk

Blandið öllu saman og hrærið vel, bætið ab mjólk í eftir því hversu þykka ídýfu þið viljið.

Setjið í skál eða box með loki og gott r að geyma ídýfuna í kæli í minnst 2-3 klst, til að leyfa henni að taka sig.

Berið fram með snakki, saltstöngum, niðurskornu grænmeti líkt og gúrku, gulrót, brokkolí, blómkáli eða papriku eða með grillmatnum.

Njótið!

– Endilega fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –

You Might Also Like