Kökur

Sítrónu formkaka

February 23, 2021
sítrónu kaka

Ég fékk einhverja óstjórnlega löngun í sítrónuköku um daginn, þá var ekkert annað en að skella í eina formköku og gúffa í sig tveimur sneiðum. Kakan er ótrúlega ljúffeng og þétt í sér.

Ef að sítrónuköku löngunin blossar upp hjá ykkur líkt og hjá mér mæli ég með að prófa þessa!

formkaka

Sítrónu formkaka

180 g smjör
200 g sykur
3 egg
60 g sýrður rjómi
3 msk sítrónusafi
Börkur af sítrónu
200 g hveiti
1 tsk matarsódi
½ tsk salt

Stillið ofn á 175°c. Þeytið saman smjör og sykur í 2-3 mín, bætið eggjunum saman við einu í einu. Blandið saman við sýrðum rjóma, sítrónusafa og sítrónuberki og hrærið létt saman við. Þá er hveiti, matarsóda og salti bætt út í og hrært saman.

Setjið í formkökuform eða form sem ykkur langar að nota. Gott er að klæða það að innan með bökunarpappír eða notast við Pam olíu sprey. Setjið inn í ofn og bakið í 40-45 mín eða þangað til að prjónn/hnífur kemur hreinn upp úr þegar stungið er í kökuna.

Leyfið kökunni að kólna lítillega áður en glassúrinn er settur á.

Glassúr

150 g flórsykur
1 tsk vanillusykur
1 msk sítrónusafi
1-2 msk eggjahvíta

Blandið öllum hráefnunum saman í skál og hrærið saman. Hægt er að sleppa eggjahvítunni og nota eingöngu sítrónusafa en eggjahvítan gerir glassúrinn stífan, hvítan og fallegan.

Dreifið glassúrnum yfir kökuna og berið fram.

Njótið!

– Endilega fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –

You Might Also Like