Deigbakstur

Fylltir vatnsdeigshringir (chouxnuts)

March 31, 2022
chouxnuts

Unnið í samstarfi við Royal

Það er algjör synd að við búum bara til vatnsdeig einu sinni á ári eða allaveganna flest okkar. Mér finnst vatnsdeig mjög gott og það hefur svo ótal möguleika umfram klassísku bollurnar okkar.

En hér erum við með djúpsteikta vatnsdeigshringi sem eru síðan fylltir með nýjastu viðbót Royal fjölskyldunnar Eitt sett búðingnum. Svo einfalt en á sama svo gott!


Fylltir vatnsdeigshringir (chouxnuts)

250 ml vatn
125 g smjör
125 g hveiti
4 egg
700 ml jurtaolía

1 pk Eitt sett Royal búðingur
400 ml mjólk

Setjið vatn og smjör í pott og leyfið smjörinu að bráðna. Takið pottinn af hitanum og hrærið hveitinu saman við þar til deigið er orðið einn massi, kælið deigið örlítið. Setjið deigið í hrærivélarskál og bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli. Setjið deigið þá í sprautupoka. Klippið þá bökunarpappír tvær arkir hvor í sex parta og sprautið hring af deiginu á hvern pappír.

Hellið olíu í pott og hitið upp í 175°c. Setjið þá fyrsta hringinn út í og leyfið pappírnum að fylgja með, hann losnar frá hægt og rólega. Gott er að miða við 3 mín á hvorri hlið en fylgist með, mögulega þarf aðeins lengri eða styttri tíma. Takið upp úr og leyfið að kólna alveg.

Útbúið búðinginn og kælið hann lítillega. Þegar hann hefur stífnað örlítið setjið hann í sprautupoka með stút á (ef þið eigið fyllingastút endilega notið hann). Sprautið þá búðingnum inn í vatnsdeigshringina á tveimur stöðum á botninum. Ef þið viljið er einnig hægt að bræða súkkulaði og dýfa hringjunum ofan í.

Njótið!

– Ertu að fylgjast með á Instagram Döðlur & smjör ? –

You Might Also Like