Bland í poka

7 ára afmælisveisla

August 17, 2020
skúbb

Í samstarfi við Skúbb

Fyrr í sumar héldum við afmælisveislu til heiðurs sjö ára afmælis strák. Undanfarin ár hef ég spurt hann hvernig köku hann langi í og svörin í gegnum tíðina hafa verið Batman, Svampur Sveinsson og þið áttið ykkur á mynstrinu. Í ár var svarið aðeins annað hann óskaði sér súkkulaðiköku með jarðaberjakremi skreytt með uppáhaldsnamminu sínu. Þá er það, það sem menn fá.

Ég gleymi því aldrei þegar ég hélt mitt fyrsta barnaafmæli, ég tjaldaði öllu til, föndraði allskyns skraut og veitingar fyrir 50 manna veislu og ég veit ekki hvað og hvað. En ég er ekki frá því að með hverju ári sem líður því slakari verður maður allaveganna er það í mínu tilviki. Ég skipti hugsunni algjörlega og fannst það ekki þess virði að vera í einhverju stressi í að hafa allt fullkomið. Hika ekki við að auðvelda mér lífið með Betty Crocker og fleiri vel völdum vinum. Nostra frekar við einn og einn hlut.

afmæli
afmæli

Í ár nostruðum við mæðginin til dæmis við afmæliskökuna í sameiningu og breyttum aðeins út af vananum og ákváðum að bjóða gestum okkar upp á ísveislu. Við heyrðum í þeim hjá Skúbb, því ég sá færslu hjá þeim á Instagram um að þeir bjóða upp þann möguleika að kaupa ísveislur hjá sér. Mér fannst þetta algjör snilld enda er mín reynsla sú að það borða allir ís! Það er bara það einfalt.

Við buðum upp á ístertu í skírninni hans Karels og ég var svo glöð hvað var borðað vel af henni. Ég átti rétt smakk eftir fyrir mig sjálfa eftir veisluna, svo reynslan mín var búin að kenna mér að þetta er málið.

afmæli
afmæli
afmæli
afmæli

Aftur að Skúbb, við völdum okkur þrjár bragðtegundir súkkulaði, saltkaramellu og hindberja sorbet. Hver annarri betri og nóg af sósum frá þeim og gotterí. Þetta sló hreinlega í gegn! Ég mæli heilshugar með ís í veislur – barna sem fullorðinna.

En vissulega vorum við með aðrar veitingar með og ætla ég að lista þær hér upp bæði fyrir ykkur til að fá hugmyndir og ekki síður fyrir mig. Því á hverju ári þarf ég að hugsa til baka hvað ég bauð upp á í seinasta afmæli og hvað sló í gegn og hvað gerði ég of mikið af eða of lítið.

Ég var mjög hógvær í ár og afgangarnir voru nánast engir sem er frábært, en sem dæmigerð íslensk mamma þá gerir maður alltaf ráð fyrir fjalli af afgöngum sem maður veit ekkert hvað maður á að gera við og vissi eiginlega ekki hvernig ég átti að vera með svona lítin afgang en það var geggjað!

Mottóið mitt í þessu er að gera eins og maður getur hverju sinni, kaupa köku eða veitingar með ef maður er upptekinn og ekki gera of margar sortir, ég er alltaf að mantra það fyrir mér, því ég á það til að bæta við einni og einni köku við alltaf þegar nær dregur. Svo ég stóð mig vel í ár hvað það varðar.

Vona að þetta gefi ykkur innsýn í komandi afmælisveislur hjá ykkur.

You Might Also Like