Snarl

Hrekkjavöku ostabakki

October 26, 2023
ostabakki

Unnið í samstarfi við Gott í matinn

Það verður ábyggilega seint sem að hrekkjavöku veitingarnar mínar verði hræðilegar, með gerviblóði og hrylling. Ég hef ótrúlega gaman af þessum degi en held ég muni alltaf halda mig í meiri hógværð og krúttlegri útfærslu af hrekkjavökunni. Svona til að gefa dæmi um það, þá set ég hlekki á fyrri uppskriftir hjá mér.

Karamellu skyrkaka

Fersk salsa dýfa

ostabakki
ostabakki

Hrekkjavöku Ostabakki

1 brie
2 msk dökk sulta að eigin vali

hráskinka
möndlur
bláber
kex
þurrkað mangó
timjan
sulta

Skerið ofan af brie ostinum, u.þ.b. þriðjung af þykktinni. Leggið toppinn á bretti og skerið út fyrir andlitinu. Setjið neðri partinum af ostinum á bakka og setjið 2 msk af sultu á ostinum og dreifið jafnt úr henni. Leggið þá efri partinn ofan á.

Raðið á bakkann ég tiltek það sem ég bauð upp á með mínum ost en það er um að gera að nota hugmyndaflugið og bjóða upp á það sem ykkur finnst gott með ostinum.

Njótið!

– Endilega fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –

You Might Also Like