Bakstur

Karamellu og mokka kaka

March 27, 2024
mokka kaka

Samstarf // Krónan

Þið þekkið mögulega einhver þessa köku héðan af blogginu hjá mér, þessi hér, hún er alveg dásamleg! Ákvað að rifja hana aðeins upp og stílfæra hana aðeins upp á nýtt í anda páskana. Kom ótrúlega vel út.

Þessi kaka er ótrúlega einföld í bígerð og tekur stutta stund að græja og eiginlega fáranlegt hvað hún er góð því hún er fyrst og fremst kex með rjóma en samt svo miklu meira en það!

Hentar ótrúlega vel við hin ýmsu tækifæri hvort sem það er bara að henda í eina köku með kaffinu í bröns eða sem eftirréttur – á alltaf vel við!

Hvet ykkur til að prófa hana, verðið svo sannarlega ekki svikin.

mokka kaka

Kexbotnar

150 g smjör, við stofuhita
150 g sykur
150 g hveiti
½ tsk lyftiduft

Stillið ofn á 220 °c. Hrærið saman smjör og sykur þangað til létt og ljóst. Bætið hveitinu og lyftiduftinu saman við og hrærið saman.

Takið kökuform eða eitthvað hringlaga sem er u.þ.b. 15 cm í þvermál og teiknið eftir hringnum á bökunarpappír, fríhendis dragið línu u.þ.b. 5 cm fyrir ofan hringinn í laginu eins og egg. Notið fyrsta eggið sem skapalón og gerið tvo hringi í viðbót. Deilið deiginu í þrennt eða 150 g hvert. Notið hendurnar til að dreifa úr deiginu og gera það jafnt í kantana.

Setjið inn í ofn í bakið í 6-7 mín. Þegar kexbotnarnir eru teknir út er gott að renna yfir kantana með hníf og ýta létt í þá ef þeir hafa lekið eitthvað aðeins út, þá er hægt að jafna þá meðan deigið er heitt. Leyfið þeim að kólna alveg áður en rjóminn er settur á.

Rjómablanda

400 ml rjómi
1 tsk skyndikaffi
1 tsk vatn, sjóðandi
1 msk flórsykur

Þeytið rjómann, blandið kaffi og vatni saman á meðan. Þegar rjóminn er fullþeyttur er kaffinu og flórsykri blandað saman við með sleikju.

2-3 msk karamellusósa, þessi fyrir neðan eða keypt í búð, mæli með frá Kjörís

Karamellusósa

200 g sykur
90 g smjör
120 g rjómi
1 tsk salt, eða eftir smekk

Setjið sykurinn í pott og stillið á miðlungshita. Leyfið sykrinum að bráðna. Ég reyni að hræra sem minnst í sykrinun til að karamellan kristallist síður. Þegar sykurinn er bráðnaður, takið pottinn af hitanum og bætið smjörinu saman við og hrærið á meðan. Þegar smjörið og sykurinn hafa blandast saman hellið rjómanum í mjórri bunu saman við. Ef hráefnin eru köld þarf mögulega að setja pottinn aftur á helluna og leyfa karamellunni að sjóða í smá stund í viðbót eða þangað til allt er vel samblandað. Bætið teskeið af salti saman við í lokin.

Samsetning

Setjið fyrsta botninn á kökudisk, gott er að setja örlitla rjómaslettu undir botninn svo kakan geti ekki runnið af disknum.

Setjið helminginn af rjómanum ofan á og dreifið vel úr, dreifið þá karamellussósu yfir og setjið næsta botn ofan á og endurtakið ferlið.

Súkkulaðikrem

100 g súkkulaði
2 msk rjómi
1-2 pk mini eggs frá Cadsbury

Bræðið súkkulaði og rjóma saman við vægan hita yfir vatnsbaði eða inn í örbylgjuofni. Dreifið yfir efsta botninn.

Saxið nokkur egg niður og dreifið yfir kökuna ásamt heilum eggjum.

Gott er að leyfa kökunni að hvíla inn ísskáp í 2-3 klst þá mýkir rjóminn botnana örlítið og betra er að skera hana. En ekki nauðsyn.

Njótið!

– Ert þú að fylgjast með á Instagram @dodlurogsmjor? –

You Might Also Like