Smákökur

Páska smákökur

March 13, 2024
smákökur

Samstarf // Gerum daginn girnilegan

Þessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri sem gerir þær extra djúsí. Þær eru fullkomnar í páskabaksturinn, skemmtilegt að gera börnum og mér finnst frábært að bjóða upp á nýbakaðar smákökur í bröns eða kaffitíma.

smákökur
smákökur

Páska smákökur – 12 stk –

12 tsk Nusica súkkulaðismjör

Byrjið á því að taka til bökunarpappír, gott er að hafa bretti undir og setja eina teskeið af súkkulaðismjöri á bökunarpappírinn og svo bara 11 stk í viðbót. Setjið inn frysti og leyfið að vera þar þangað til að deigið er tilbúið.

100 g smjör
120 g púðursykur
50 g sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
140 g hveiti
¼ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
½ tsk salt
160 g Mini eggs (2 pokar)

Þeytið létt saman smjör, púðursykur og sykur. Bætið egginu og vanilludropum saman við og hrærið í 1-2 mín. Mælið þurrefnin og hellið saman við deigið og hrærið þangað til að allt er orðið samlagað. Skerið súkkulaði eggin í grófa bita. Blandið því saman við með sleikju, gott er að skilja smá eftir til að setja á kökurnar áður en þær fara inn í ofn.

Til að fá kökurnar jafnar er gott að vigta þær, þannig að hver kaka er 40-50 g, þá fáið þið 12 kökur. Notið matskeið eða skömmtunarskeið til að mæla kökurnar. Rúllið þeim í kúlu og fletjið þær síðan aðeins með lófanum og setjið einn dropa af súkkulaðismjöri i miðjuna. Lokið svo deiginu þannig að glitti ekkert súkkulaðismjörið. Setjið kökurnar á bretti og inn í ísskáp í 30 mín.

Stillið ofn á 180°c. Veltið einni hlið af kökunum upp úr auka súkkulaðinu. Setjið bökunarpappír á ofnplötu, takið hverja köku og og setjið á plötuna. Sex kökur á hverja plötu með góðu millibili. Bakið í 11 mínútur. Endurtakið með seinni sex, leyfið kökunum að kólna.

Njótið!

– Ert þú að fylgjast með á Instagram @dodlurogsmjor? –

You Might Also Like