Kvöldmatur

Kjúklingur í aspas & sveppasósu

September 30, 2021
kjúklingaréttur

– Unnið í samstarfi við Toro –

Það er svo gaman að prófa nýja hluti í eldhúsinu eða það finnst mér. Það er kannski ekki skoðun allra, maður gleymir því víst.

En að þessu sinni ákvað ég að prófa mig áfram með aspassúpuna frá Toro því, mig langaði í kjúklingarétt með aspas bragði án þess að freista þess í búðinni að fá góðan aspas, því það er ekkert alltaf gefið. Úr varð þessi dásamlegi réttur.

Mér finnst bragðið af aspas svo gott í brauðréttum eins og flestum íslendingum og þessi kjúklingaréttur daðrar dálítið við hann á samt svo ólíkan hátt, erfitt að lýsa því. Hann bragðaðist alveg dásamlega og fékk glimrandi einkunnir og ég mæli svo sannarlega með að þið prófið þennan!


Kjúklingur í aspas & sveppasósu – fyrir 4 –

4 kjúklingabringur (u.þ.b. 800 g)
kjúklingakrydd eftir smekk
200 g sveppir
2 msk smjör
300 ml rjómi
200 ml vatn
1 pk Aspassúpa frá TORO
pipar
100 g rifinn ostur

Stillið ofn á 180°c.

Gott er að skera þvert í bringurnar, sjáum dæmi hér. Steikið kjúklinginn á pönnu í 1-2 mín á hvorri hlið og kryddið með ykkar uppáhalds kjúklingakryddi (ég nota Eðal kjúklingakrydd frá Pottagöldrum). Leggið kjúklinginn til hliðar í eldfast mót.

Skerið sveppina niður og steikið á pönnunni ásamt smjöri. Þegar sveppirnir eru orðnir vel steiktir hellið rjóma og vatni út á pönnuna. Takið þá písk og hellið aspassúpunni saman við og hrærið á meðan þið hellið út í og hrærið vel í 1-2 mín til að fá ekki kekki. Leyfið sósunni að krauma í 2-3 mín.

Hellið þá sósunni yfir kjúklinginn og stráið rifnum osti yfir. Bakið inn í ofni í 15-20 mín.

Gott er að bera réttinn fram með nýuppteknum kartöflum og fersku salati eða því sem hugurinn girnist.

Njótið!

– Fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –

You Might Also Like