– Unnið í samstarfi við Royal–
Það eru margir sem kannast við þessa köku en mamma mín hefur bakað hana á jólunum frá því ég man eftir mér. Mér finnst hún alveg unaðslega góð. Eitt skipti datt mér í hug að betrum bæta hana aðeins og bæta við léttri Royal fyllingu á milli kókos lagsins og súkkulaðimúsarinnar og vá hvað það var góð hugmynd! Gerir kökuna svo létta og dásamlega. Fyllingin tónar svo vel saman með kókosnum og súkkulaðinu að ég fann þarna datt ég inn á eitthvað æðislegt!
Það sakar heldur ekki að kakan er einföld í framkvæmd og geymist vel, óhætt er að geyma hana inn í ísskáp í nokkra daga án þess að það komi niður á kökunni.
Kókosbotn
4 eggjahvítur
200 g sykur
200 g kókosmjöl
Hitið ofn í 180°c. Stífþeytið eggjahvítur og sykur saman. Hellið þá kókosmjölinu saman við og blandið létt saman með sleikju.
Takið fram smelluform 22-25 cm, gott er að smella opna formið og setja bökunarpappír yfir botninn og smella svo forminu á. Þannig er betra að ná kökuna af eftir bakstur. Spreyið formið að innan með Pam spreyi, setjið deigið í formið og bakið í 30 mín. Kælið í minnst klst.
Fylling
1 pk Royal jarðaberjabúðingur
400 ml rjómi
100 ml nýmjólk
Setjið hráefnin saman í skál og þeytið í 2-3 mín. eða þangað til það að áferðin sé eins og léttþeyttur rjómi.
Takið kókosbotninn úr kæli og smyrjið fyllingunni jafnt yfir, setjið síðan aftur inn í kæli.
Krem
50 g smjör, bráðið
100 g súkkulaði, dökkt
4 eggjarauður
60 g flórsykur
Bræðið saman smjör og súkkulaði í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Hrærið þá saman eggjarauður og flórsykur. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við eggjarauðublönduna og hrærið saman með sleikju. Hellið yfir kökuna.
Leyfið kökunni að taka sig inn í ísskáp í 1-2 klst.
Gott er að renna hníf meðfram brúninni á forminu þegar kakan er tekin úr til að fá snyrtilega kanta.
Njótið!
– Fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –