Bakstur

Kókos og hindberja smjördeigsbolla (v)

February 23, 2022
smjördeigsbolla

– Unnið í samstarfi við Gerum daginn girnilegan –

Ég get sagt ykkur að ég gerði heiðarlega tilraun til þess að baka hefðbundnar vatnsdeigsbollur úr hráefnum eingöngu úr jurtaríkinu. Þessi fyrsta tilraun mín gékk ekkert sérlega vel en aldrei að vita að maður reyni að mastera þetta með árunum. Ástæða þess að ég fór í þessa tilraunastarfsemi var umræða í Vegan hópnum á facebook þar sem margir óskuðu sér svo að borða vegan vatnsdeigsbollur.

En ég ákvað bara að færa mig í einfaldleikann og hann kom mér skemmtilega á óvart, svo öðruvísi og góðar bollur hvort sem þú ert vegan eða ekki.

Rjóminn þeyttist eins og venjulegur rjómi ekkert bras og svo bragðgóður og þessi kókos smyrja er svo góð! Sé hana fyrir mér á pönnukökur og vöfflur og bara með allskonar.

Uppskriftin að þessu sinni er meira aðferð heldur en uppskrift þar sem þið þurfið einfaldlega að kaupa hráefnin og púsla þeim saman, einfaldara verður það ekki.


Smjördeigsbollur – 6 stk –

1 pk frosið smjördeig
1 krukka Kókos smyrja So vegan so fine
250 ml Oatly rjómi
frosin hindber

Stillið ofn á 200°c. Takið þrjár plötur af smjördeigi úr pakkanum og leyfið að þiðna í 10 mín. Þegar plöturnar eru þiðnar takið glas eða litla skál og stingið út fyrir tveimur hringjum á hverja smjördeigsplötu. Leggið á bökunarpappírs klædda plötu og bakið í 12-15 mín. Leyfið að kólna.

Þeytið rjómann og setjið í sprautupoka. Skerið bollurnar í tvennt og smyrjið 1-2 msk af kókos smyrjunni á hverja bollu, sprautið rjóma á bollurnar og takið þá frosin hindber og myljið þau í sundur með því að pressa á þau yfir hverja bollu. Lokið síðan bollunum.

Njótið!

– Ertu að fylgjast með á Instagram Döðlur & smjör ? –

You Might Also Like