Kvöldmatur

Matarmikið mexíkó nachos

June 21, 2024
nachos

– Unnið í samstarfi við Toro –

Hverjum finnst ekki nachos gott? Elska að panta mér gott nachos þegar ég fer út að borða. En heima hjá okkur er það alveg algengt að borða snakk með matnum og er það eiginlega miklu oftar sem við borðum það þannig heldur en sem möns. Svo það að borða nachos í kvöldmat finnst mér æði og krökkunum líka!

Talandi um það, þá er hérna virkilega skemmtileg útfærsla af nachos sem er matarmikið og fullkomið í kvöldmat svona einstaka sinnum, svona smá spari. Nachos með mexíkó grýtu, hakki og hinum ýmsu meðlæti til að dýfa í og gera gott enn betra!

nachos
nachos
nachos

Nachos – fyrir fjóra –

250 g hakk
1 hvítlauksrif
1 pk mexíkó grýta frá Toro
700 ml vatn
salt og pipar eftir smekk
1 pk Nachos flögur, saltaðar
100 g rifinn ostur

Steikið hakkið á pönnu þangað til það er fulleldað, pressið þá hvítlauk saman við ásamt að setja Mexíkó grýtuna saman við og 700 ml vatn. Leyfið grýtunni að eldast á miðlungshita í u.þ.b. 15 mín eða þangað til að hrísgrjónin eru orðin elduð. Saltið og piprið eftir smekk.

Stillið ofn á 150°c. Takið þá eldfast mót eða skál sem þolir hita og setjið snakkið í mótið. Dreifið úr grýtunni yfir snakkið og dreifið osti yfir.

Setjið inn í ofn og leyfið ostinum að bráðna sem tekur um 5-10 mín.

Takið út og berið fram heitt. Gott er að bera fram með gucamole, sýrðum rjóma, salsa sósu og kóríander.

Njótið!

– Ert þú að fylgjast með á Instagram @dodlurogsmjor? –

You Might Also Like