Deigbakstur

Ómótstæðilegir ostabitar

December 14, 2022
feta bitar

Samstarf // Gott í matinn

Dásamlegir litlir bitar sem henta vel í vinaboðin, sem forréttur, í saumaklúbbinn og ég gæti talið endalaust en þið fattið mig. Tekur enga stund að græja og er tilbúið á 10 mínútum. Mér finnst frábært að eiga alltaf smjördeigsplötur í frystinum, því þær eru svo fjölhæft hráefni. Hægt að skella í sætt eða saðsamt á örskammri stundu.

feta bitar
feta bitar

Ómótstæðilegir ostabitar – 16 bitar –

2 plötur smjördeig
3 tsk dijon sinnep
1 feta kubbur
50 g pekan hnetur
hunang
fersk timjan

Takið smjördeigs plöturnar úr frysti og leyfið að þiðna í 5 mín.

Stillið ofn á 200°c. Skerið deigið í átta parta, á hvern bita setjið þið smá dijon sinnep. Skerið þá fetaostinn í kubba ca 1,5 cm á stærð. Setjið einn fetakubb á hvern smjördeigspart. Raðið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið í 10 mín.

Á meðan bitarnir eru í ofninum, ristið þá hneturnar á pönnu á miðlungshita í 4-5 mín. Þegar þið takið bitana úr ofninu færið þá yfir á fallegan disk, sáldrið hunangi og timjan yfir bitana og endið á því að mylja pekan hneturnar yfir.

Bitarnir eru bestir bornir fram strax, meðan þeir eru volgir en eru einnig góðir kaldir.

Njótið!

– Ertu að fylgjast með á Instagram Döðlur & smjör ? –

You Might Also Like