Smákökur

Smákökur með appelsínu og karamellu

December 10, 2019
smákökur

Mér finnst ofboðslega gaman að baka fyrir jólin, en þar sem ég er alin upp við það að jólabaksturinn var nánast eins og framleiðsla hjá Myllunni á góðum degi. Húsið fullt af smákökum sem settar voru í Makindos dollur og inn í skáp niðri í þvottahúsi. Lítið mátti borða í aðdraganda jólanna, svona kannski grípa í eina og eina. Svo komu jólin og enginn hafði lyst á því að borða þessar blessuðu smákökur og án gríns var ég vanalega að finna fulla dalla af smákökum þegar ég var send niður í að ná í dallana því það var komin desember og framleiðslan aftur dottin í gang.

Að því sögðu þá hef ég farð algjörlega omvendt í þessum málum. Ég baka vissulega en vanalega eina, tvær uppskriftir í einu og þá er það bara til og það má borða það og ef það klárast þá er það bara svo eða ef þær eru rosa góðar þá splæsir maður í annan umgang. Það sem ég sæki oftast í að baka er svona blanda af eftirfarandi kökum.

  • Lakkrístoppar
  • Mömmukökur
  • Bóndakökur
  • Kókostoppar
  • Vanilluhringir

Svo er það breytingin að mér finnst alltaf gaman að prófa nokkrar nýjar uppskriftir sem kemur í ljós hvort að sé einhver hitter eða ekki. Sem þessar sem ég deili með ykkur hérna voru. En svo er annað að kökurnar sem fara virkilega ofarlega á listann hjá mér, eru kökurnar sem fást í Ikea með lakkrís, hindberjum og hvítu súkkulaði. Þær eru dásemd! En þar er bara tilbúið deig og bara inn í ofn og Vola! Tilbúið! Fínt að blanda saman tilbúna og nosturkvöldum þar sem dúllað er við bakstur og skrautgerð fyrir jólin.

Uppskriftin sem ég deili hér, er uppskriftin sem vann uppskriftarkeppni Kornax og heita Mæru-lyst. Ég er alltaf forvitin hvernig vinningskökurnar bragðast svo ég skellti í þær og þær voru dásamlegar. Svo ég set uppskriftina með hér.

smákökur með karamellu

Smákökur með appelsínu og karamellum

150 g lint smjör
100 g dökkur púðursykur
100 g hrásykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
Rifinn börk af einni appelsínu
200 g Kornax hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1-2 tsk gróft malað hafsalt
150 g Síríus karamellukurl.

Stillið ofn á 180°c. Hrærið saman smjöri, púðursykri og hrásykri.
Rífið appelsínubörkinn með rifjárni. Bætið út í egginu, appelsínuberki og vanilludropum og hrærið vel.
Sigtið saman hveiti, lyftidufti og matarsóda og bætið við ásamt karamellukurli og salti og hrærið varlega saman við.

Ég setti kökurnar á bökunarpappír og rúllaði þeim upp í pulsu og frysti í 10 mín. Þá var deigið orðið kalt og auðveldara að móta jafnar kökur. Athugið að hafa gott bil á milli þeirra þar sem þær dreifa vel úr sér. Setjið á bökunarplötu og bakið 8-12 mínútur.

You Might Also Like