– Unnið í samstarfi við Gott í matinn –
Við erum mjög gjörn á að grilla hamborgara sérstaklega þegar að það fer að líða að sumri. Svo fékk ég mér hamborgara um daginn og hann var alveg hrikalega óspennandi algjörlega bragðlaus, ekki að lasta neinn annan en sjálfa mig í eldamennskunni. Það var hreinlega bara ekki sett neitt púður í gera þá gúrm.
Svo að þessu sinni setti ég metnað í að gera góðan börger og það heppnaðist svo sannarlega! Sultaður rauðlaukur, heimagerð sósa sem reif smá í og toppurinn var þessi bragðgóði ostur Dóri sterki – mjög bragðgóður og hentaði vel á börgerinn smá kryddaður alveg fullkominn til að toppa þessi gúrmheit.
Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af sultuðum rauðlauk og sósunni, svo bara nælið þið ykkur í hann Dóra út í búð og nostrið við hamborgara gerðina.
Sultaður rauðlaukur
4 rauðlaukur
1 hvítlauksrif
100 ml balsamik edik
2 msk sykur
1 msk púðursykur
2 msk hunang
2 msk olía
dass af pipar
Skerið laukinn í þunnar ræmur og setjið í pott ásamt öllu hinu. Leyfið að eldast við miðlungshita þangað til að vökvinn er gufaður upp í u.þ.b. 20 mín. Setjið rauðlaukinn í lokað ílát og geymið í kæli.
D&S börger sósa u.þ.b. fyrir 4
100 ml majónes
1 msk tómatsósa
1 msk sriracha sósa
1 msk dijon sinnep
1 tsk hvítlaukskrydd
¼ tsk laukkrydd
¼ tsk paprikukrydd
¼ tsk salt
¼ tsk pipar
Öllu blandað saman í skál og hrært saman. Gott er að setja í kæli og leyfa henni að taka sig smá áður en hún er notuð en ekkert mál að bera hana beint fram. Ekkert mál að skala hana niður með því að minnka magnið af sriracha sósunni og bæta þá örlítið meira af tómatsósu.
Börger – samsetning
4 hamborgarar
4 brauð
4 sneiðar Dóri sterki frá Ostakjallaranum
D&S börger sósa
Sultaður rauðlaukur
Tómatur
Gúrka
Kál
Grillið hamborgarana og setjið ostinn á þá. Grillið einnig brauðið í stutta stund. Skerið niður grænmetið, setjið sósu á sitthvort brauðið, svo er það að raða. Fyrst er það kál, gúrka, hamborgarinn, sultaður rauðlaukur og loks tómatar lokað og pinna stungið í gegn til að halda honum beinum. Svo er það bara að bera þá fram með frönskum kartöflum og meiri sósu!
Njótið!
– Ertu að fylgjast með á Instagram Döðlur & smjör ? –