Morgunmatur

Kaldur hafragrautur

June 2, 2023
kaldur hafragrautur

Ég varð við áskorun að birta minn uppáhalds morgunverð sem er kaldur hafragrautur fyrir Matur á mbl.is svo ég leyfi viðtalinu að fylgja hér fyrir neðan ásamt uppskriftinni. Mæli með að þið prófið!


Hild­ur Gunn­laugs arki­tekt og um­hverf­is­fræðing­ur skoraði á Guðrúnu Ýri Eðvalds­dótt­ur sæl­kera og mat­ar­blogg­ara með meiru, sem held­ur úti upp­skrift­asíðunni Döðlur og smjör, að deila með les­end­um upp­skrift­inni að sín­um upp­á­halds­morg­un­verði. 

Guðrún varð við áskor­un­inni og deil­ir hér með les­end­um Mat­ar­vefs­ins morg­un­verði í holl­ari kant­in­um með skemmti­legu tvisti. Guðrún hef­ur mikla ástríðu fyr­ir mat­ar­gerð og nýt­ur sín best í eld­hús­inu.

Aðspurð seg­ir hún að inn­blástur­inn í mat­ar­gerðina fái hún bók­staf­lega alls staðar að. „Ég pæli mikið í mat og finnst gam­an að skoða upp­skrift­ir og mat­ar­menn­ingu. Ég get gleymt mér í mat­ar­búðum, sér­stak­lega er­lend­is, bara við það eitt að skoða hvað er í boði. Mér finnst aug­ljós­lega mjög gam­an að prófa mig áfram í eld­hús­inu, hvað pass­ar sam­an og hvað ekki. Svo ein­falda svarið við hvar inn­blástur­inn er að finna er alls staðar,“ seg­ir Guðrún.

Ein­fald­ur og góður

Guðrún tók áskor­un Hild­ar fagn­andi og galdraði fram sinn upp­á­halds­morg­un­verð á auga­bragði. Þetta var minn „go to“-morg­un­mat­ur áður en ég varð ólétt og átti dótt­ur mína en þá datt ég á seríosvagn­inn eins og marg­ar ólétt­ar kon­ur. Tæpu 2½ ári seinna er ég að stíga af þeim vagni og færa mig aft­ur í þenn­an kalda hafra­graut sem mér finnst alltaf jafn ein­fald­ur og góður.“

Hvern viltu skora á að taka við kefl­inu næst og ljóstra upp upp­skrift­inni að sín­um upp­á­halds­morg­un­verði? „Ég ætla að skora á hana Vingu sem held­ur úti in­sta­gramm­inu @vingap, en ég held að hún eigi vinn­ing­inn yfir fal­leg­ustu morg­un­verðardiska lands­ins, ég væri til í að mæta í morg­un­mat hjá henni á hverj­um degi.“

kaldur hafragrautur

Kaldur hafragrautur – fyrir einn

1 dl grófir hafrar
1 msk chia fræ
2 dl kókosmjólk (Koko) hægt að nota hvaða jurtamjólk sem hentar
klípa af salti
1 daðla eða ½ tsk döðlusíróp

Ofan á 

½ banani
1 msk möndlusmjör
½ dl granóla 

Setjið hafra, chia fræ, kókosmjólk, salt og niðursaxaða döðlu saman í skál með loki og geymið í kæli yfir nótt. Skerið bananann í sneiðar og leggið yfir grautinn, bætið þá við möndlusmjöri og sáldrið granóla yfir. 

Frábært til að taka með sér í vinnuna á morgnana eða í nesti fyrir krakkana t.d. 

Uppskrift af granóla ef þú vilt gera þitt eigið, finnurðu hér.

Njótið!

– Endilega fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –

You Might Also Like