Samstarf // Toro
Ég finn það svo mikið að þetta er tíminn sem að rútínan er farin af stað og á hverjum degi velti ég fyrir mér hvað ég eigi að fá mér í hádeginu, hvað ég eigi að setja í nesti hjá syninum og horfi á manninn minn grípa með skyrdós í vinnuna -Spennandi!
Alveg eins og með kvöldmatinn getur maður orðið uppiskroppa af hugmyndum og maður fer ósjálfrátt að borða og nesta sama matinn.
Svo hér er allaveganna hugmynd fyrir ykkur, einfalt að útfæra og svo ferskt og gott í hádeginu. Engin þörf fyrir að hita upp eða neitt slíkt bara tilbúið í boxinu ykkar. Að þessu sinni er ég að nota Mepal box sem fást víða.
Hjartað í skálinni er Mexíkó grýtan frá Toro, einfalt að skella í hana, leyfa henni að kólna aðeins og setja síðan skálina saman.
Fullkomið að setja í vefju líka!
Mexíkó skál
1 pk Mexíkó grýta frá Toro
800 ml vatn
1 dós svartar baunir
½ tsk hvítlaukskrydd
salt & pipar
Setjið innihald pakkans í pott ásamt vatni, leyfið að sjóða í u.þ.b. 10 mín. Hellið vatninu af baununum og skolið. Bætið baunum ásamt kryddi saman við og leyfið að sjóða þangað til að hrísgrjónin eru tilbúin, um 5-10 mín. Leyfið að kólna í smá stund.
Magnið dugir í 3-4 skálar og því tilvalið að deila á fjölskyldumeðlimi eða geyma inn í ísskáp.
Önnur hráefni
avocado
salat
maís baunir
sýrður rjómi
kóríander
Skerið avocado í sneiðar og skolið maís baunir. Setjið grýtu í skál/box og leggið hin hráefnin með, magn eftir smekk.
Svo er bara að láta sig hlakka til hádegisins eða gúffa strax í sig.
– Ertu að fylgjast með á Instagram Döðlur & smjör ? –