Döðlur & smjör

  • Uppskriftir
  • Um mig
    • Hafa samband
  • Bland í poka
  • konfektmús
    Eftirréttir

    Konfektmús

  • jarðaberja jólasveinar
    Sætir bitar

    Jarðaberja jólasveinar

  • koníaks sveppasósa
    Eldað

    Koníaks sveppasósa

  • rósarkálsgratín
    Eldað

    Rósakáls gratín

  • Fyllt kalkúnabringa
    Eldað

    Fyllt kalkúnarbringa

  • heitt kakó
    Sultur & drykkir

    Heitt kakó á einfaldan máta

  • lakkrís möffins
    Sætir bitar

    Lakkrís möffins

  • skyrkaka
    Kökur

    Karamellu skyrkaka

  • vanillu snúðar
    Deigbakstur

    Vanillu snúðar

  • hindberjasnittur
    Kökur

    Hindberjasnittur

  • mexíkó lasagna
    Kvöldmatur

    Mexíkó lasagna

  • þorskur
    Kvöldmatur

    Þorskur í sítrónurjómasósu

Older Posts
Newer Posts

Hæ, Guðrún Ýr hér!

Hæ, Guðrún Ýr hér!

Velkomin/n á síðuna mína - Ég vona að þú finnir einhverja dásamlega uppskrift sem þig langar að prófa!

Döðlur & smjör

Leit

Flokkar

  • Bakstur
  • Bland í poka
  • Deigbakstur
  • Eftirréttir
  • Eldað
  • Í útileguna
  • Kökur
  • Kvöldmatur
  • Morgunmatur
  • Sætir bitar
  • Smákökur
  • Sultur & drykkir
  • Sykurlaust

Fylgstu með á Facebook

Vinsælast

  • daim terta Hin fræga Daim terta
  • döðlukaka Dásamleg döðlukaka í holl...
  • hafra tvistur Hafra tvistur
  • kanilkaka Kanilkaka með rjómaostakr...
  • marengs Minn uppáhalds marengs
  • súkkulaðibitakökur Mögulega bestu súkkulaðib...
  • kjúklingaréttur Kjúklingur í aspas &...
  • Litlar pavlovur Litlar pavlovur með vanil...
  • skinkuhorn Skinkuhorn

Þetta hefði svo sannarlega verið drauma kransat Þetta hefði svo sannarlega verið drauma kransatertan mín þegar ég fermdist!  Þó ég sé í dag farin að kunna vel við klassíska kransaköku þá var ég ekki aðdáandi áður fyrr. Lítið hefur breyst hjá 14 ára mér var borðið skreytt með ferskum blómum og ljósum tónum.Það er ekkert mál að græja þessa með góðum fyrirvara, stresslaust - Svo ég vona að þessi eigi eftir að rata á einhver fermingarborð þetta árið 🤎Uppskrift inn á @dodlurogsmjorSamstarf // @noisiriusofficial
Hér deili ég með ykkur uppskrift af dásamlegum Hér deili ég með ykkur uppskrift af dásamlegum gulrótarköku muffins fylltar með rjómaosti - þær eru himneskar! Fyllingin er sett í miðjuna og svo dásamlegt streusel ofan á sem gefur svo gott kröns 🤎 Held að þetti verði hinn fullkomni helgarbakstur 🤩 Unnið í samstarfi við @msgottimatinnUppskrift hér og inn á @dodlurogsmjorGulrótarköku muffins með rjómaostafyllingu - 20 stk100 g sykur
50 g púðursykur
2 egg
320 g hveiti
1½ tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
1 tsk kanill
½ tsk engifer (má sleppa)
½ tsk salt
180 ml vatn
80 mk olía
100 g gulrætur (u.þ.b. 3 gulrætur)Stillið ofn á 200°c. Setjið sykur, púðursykur og egg saman í skál og þeytið saman. Bætið þá þurrefnunum saman við og þeytið léttilega saman, bætið þá vatni og olíu saman við og þeytið þangað til að deigið er samlagað. Hér er betra að blanda minna saman heldur en meir. Rífið gulræturnar niður og blandið saman við með sleikju.Rjómaosta fylling
200 g rjómaostur
40 g flórsykur
1 tsk vanilludroparBlandið öllu saman í skál og hrærið varlega saman.Streusel
150 g hveiti
100 g sykur
100 g smjör, brætt
1 tsk kanill
¼ tsk saltBlandið öllum hráefnum saman í skál og vinnið saman með höndunum.SamsetningSetjið 1 matskeið af deigi í botninn á hverju formi, takið þá teskeið af rjómaostafyllingu og setjið í miðjuna á hverju formi. Takið þá aðra matskeið af deigi og setjið yfir fyllinguna. Gott er að miða við að formin séu tveir þriðju full.Takið þá streusel og stráið yfir hverja köku fyrir sig, setjið vel af því á hverja köku. Setjið á bökunarplötu og inn í ofn í 10 mín ef þið eruð með hefðbundin muffins form en 15 mín ef þið eruð með stærri.
Bolla bolla, ég verð að játa þrátt fyrir að Bolla bolla, ég verð að játa þrátt fyrir að bolludagur er ekki fyrr en eftir fjóra daga þá er ég búin að fá mér eina til tvær bollur eða þú veist hver er að telja 😄Þessar bollur eru innblásnar af uppáhalds kökunni minni súkkulaðiköku með hindberjum og lakkrís - Svo hér er því skellt á bollu með helling af rjóma og útkoman alveg dásamleg 💕Ég vona að þið bollið yfir ykkur um helgina og á bolludaginn sjálfan 💕
Gleðilegan valentínusardag ❤️ Ég ætla að Gleðilegan valentínusardag ❤️ Ég ætla að vera smá mjúk í dag og deila persónulegri færslu á síðunni minni. Brúðkaupið okkar Gulla í ágúst á seinasta ári.Ég hef verið að fá dálítið af spurningum varðandi ýmis atriði tengdu brúðkaupinu og ég skrifaði allt niður stuttu eftir brúðkaup en birti aldrei svo hér kemur smá brot af deginum okkar og held ég allar praktískar upplýsingar ✨ Fullt af ást í loftinu í dag ❤️Finnið færsluna inn á www.dodlurogsmjor.is
Vika í bolludag, þá hefst niðurtalningin. Í d Vika í bolludag, þá hefst niðurtalningin. Í dag ætla ég að freista ykkar með þessum frábæru fullorðins bollum sem innihalda Síríus Barón súkkulaði sem er virkilega gott dökkt súkkulaði, baileys og ristaðar möndlur. 🍫Freistandi? Það finnst mér? 🤎Uppskrift inn á @dodlurogsmjorSamstarf // Nói Síríus
Ég get ekki annað en póstað þessari dásamleg Ég get ekki annað en póstað þessari dásamlegu mynd 💕 Ég var að prófa nýja uppskrift sem ég ætla að deila með ykkur á morgun, stóð upp á kolli til að ná mynd af demo-inu, haldið ekki að litla múslan mín komi ekki brílandi upp á kollinn til mín og laumar sér í bit um leið & tek mynd - Dásamlegir litlir fingur að næla sér smá namm 🫣Þessi mynd gefur mér hlýtt í hjartað 💕
Hann er mættur til leiks - Nýi Pipp Royal búði Hann er mættur til leiks - Nýi Pipp Royal búðingurinn ✨ Ég ákvað að útbúa bollur við tilefnið og úr urðu Pipp & peru bollur toppaðar með Nóa kropp hatt til að gefa bollunum smá kröns! Þær voru guðdómlega góðar og ég ætla klárlega að endurtaka baksturinn í kringum bolludag - Algjör hitter!Upppskrift komin inn á síðuna @dodlurogsmjor 🤎Samstarf // Royal
Þessi kaka er svo fullkomin janúar kaka fyrir al Þessi kaka er svo fullkomin janúar kaka fyrir alla þá sem eru í sykurbindindi en þrá að fá sér smá kökusneið! Hún er uppfull af dýrindis hráefnum sem eru hver öðru betri fyrir kroppinn og svo virkilega bragðgóð ☺️Þið finnið uppskriftina inn á www.dodlurogsmjor.isSamstarf // Nói Síríus
Eru þið komin þangað í dag að spyrja ykkur h Eru þið komin þangað í dag að spyrja ykkur hvað á ég að hafa í matinn í kvöld? Hér er svarið rjómalagað hakk & pasta. Fullkominn réttur svona í miðri viku 🤎Uppskrift inn á @dodlurogsmjor ✨Samstarf // Gott í matinn
Er það ekki jafnvægið sem gildir þennan fyrst Er það ekki jafnvægið sem gildir þennan fyrsta mánuð á árinu. Engar öfgar, hollusta í bland við að njóta að fá sér eina og eina sneið af t.d. ostaköku 😁 Það held ég! Þessi súkkulaði & lakkrís ostakaka er algjör hitter! Svo góð! Gerð úr nýjustu viðbótinni í Eitt Sett fjölskyldunni - Töggur.Svo ég vitni í tengdamóðir mína sem smakkaði kökuna í gær - Þá sagði hún að þetta væri besta ostakaka sem hún hefði smakkað og ég er ekki frá því að ég sé sammála henni 🤩Uppskrift inn á Döðlur og smjörSamstarf // Nói Síríus
Það koma dagar sem ég fæ alveg geggjaðar hugm Það koma dagar sem ég fæ alveg geggjaðar hugmyndir af nýrri uppskrift, stundum heppnast hún í fyrstu en aðrar þurfa fleiri tilraunir eða enda jafnvel bara á að vera “cuttaðar” Hér er dæmi um eina slíka frábær hugmynd & ég meira segja myndaði þessar en þær fá ekki að rata í síðuna 🫠 En myndin finnst mér falleg & langar að deila henni með ykkur 🤎Að búa til nýjar uppskriftir er stundum þolinmæðisvinna en engu að síður svo skemmtileg þegar hlutirnir ganga upp 🥰Eigið yndislega helgi 🤎
Ótrúlegt en satt þá fór það framhjá mér a Ótrúlegt en satt þá fór það framhjá mér að deila með ykkur þessari einföldu & skemmtilegu uppskrift sem fór á síðuna hjá mér í desember ✨Ómótstæðilegir ostabitar sem tekur litla sem enga fyrirhöfn að gera og svo bragðgóðir. Fullkomnir í afmæli og veislur þar sem fólk er að grípa sér smábita.Annars vona ég að þið séuð að eiga góða daga svona í byrjun nýs árs. Mér líður smá eins og ég sé að ná að lenda eftir desember mánuð 😄Samstarf // Gott í matinn

Facebook Instagram Pinterest E-mail

Höfundaréttur Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Top