Smákökur

Mini eggs kökudeigsbitar

March 14, 2021
mini eggs smákökubitar

– Unnið í samstarfi við Gerum daginn girnilegan –

Mér fannst tilvalið að skella í páskabakstur sem er ekki of tímafrekur og einfaldur. Tilvalinn í brönsinn en páskabröns er eitthvað sem mér finnst persónulega alveg dásamlegt fyrirbæri. Mér finnst mjög gott að bjóða upp á eitthvað sem er einingum sem fólk getur tekið sér og sakar ekki að það er mjög Covid vænt.

En þessar kökur eru ótrúlega ljúffengar og innihalda uppáhalds páskanammi íslendinga, en ég leyfi mér að fullyrða það þar sem eggin hafa oft verið uppseld í búðum fyrir páskana undan farin ár. Hér hafa verið borðaðir nokkrir pokar og til að toppa þetta þá hef ég séð fólk vera að fjárfesta í 3 kg pokum af þessum dásamlegu eggjum, ég dreg línuna þar og læt hefðbundnu pokana duga mér.

smákökur
smákökur

Mini eggs smákökubitar

115 g smjör
180 g púðursykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
280 g hveiti
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
1 msk maizena mjöl
3 pk mini eggs
100 g hvítt súkkulaði/rjómasúkkulaði

Stillið ofn á 190°c . Bræðið smjörið og setjið í hrærivélarskál ásamt púðursykrinum, þeytið saman í 1-2 mín. Bætið eggi og vanilludropum saman við og þeytið vel saman.

Þá er þurrefnunum blandað saman við, hveiti, matarsóda, salti og maizena og hrært léttilega saman, bara þangað til að deigið er orðið blandað. Setjið súkkulaði eggin og niður söxuðu súkkulaði saman við. Gott er að skilja nokkur egg eftir til að setja ofan á, gefur skemmtilegt útlit.

Ef þið eigið ferkantað kökuform þá er það tilvalið en hægt er að nota hringlaga eða því sem hentar og þið eigið. Deiginu er þjappað ofan í formið þannig að það sé um 1 cm að þykkt.

Einnig er hægt setja deigið á bökunarpappír, búa til rúllu úr því og vefja bökunarpappírnum utan um það, kæla deigið og skera það síðan niður í cm þykkar smákökur.

Kökudeigið sett inn í ofn og bakað 10-12 mínútur. Leyfið að kólna lítilega áður en það er tekið úr forminu og skorið í bita.

Njótið!

– Endilega fylgstu með á Instagram @dodlurogsmjor –

You Might Also Like